Körfubolti

Einum sigri frá Domino's deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 15 stig fyrir Grindavík.
Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 15 stig fyrir Grindavík. vísir/ernir
Grindavík er einum sigri frá því að komast upp í Domino's deild kvenna. Grindavík vann Fjölni, 81-79, í öðrum leik liðanna í umspili um sæti í Domino's deildinni. Grindvíkingar leiða einvígið, 2-0.

Hannah Cook skoraði sigurkörfuna þegar átta sekúndur voru eftir. Cook skoraði 28 stig í leiknum og var stigahæst í liði Grindavíkur. Hún tók einnig 13 fráköst.

Hrund Skúladóttir skoraði 16 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar hjá Grindavík og Ingibjörg Jakobsdóttir skoraði 15 stig.

Brani Buie átti stórleik fyrir Fjölni. Hún skoraði 32 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Hún var með 41 af 90 framlagsstigum Fjölniskvenna.

Þriðji leikur liðanna fer fram í Dalhúsum á miðvikudaginn. Með sigri tryggir Grindavík sér sæti í Domino's deildinni.

Grindavík-Fjölnir 81-79 (26-25, 19-16, 12-14, 24-24)

Grindavík: Hannah Louise Cook 28/13 fráköst, Hrund Skúladóttir 16/13 fráköst/8 stoðsendingar, Ingibjörg Jakobsdóttir 15/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigrún Elfa Ágústsdóttir 12, Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir 6/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 2/10 fráköst, Andra Björk Gunnarsdóttir 2, Anna Margrét Lucic Jónsdóttir 0, Thea Ólafía lucic Jónsdóttir 0, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Sædís Gunnarsdóttir 0.

Fjölnir: Brandi Nicole Buie 32/13 fráköst/8 stoðsendingar, Berglind Karen Ingvarsdottir 13/5 fráköst, Fanney Ragnarsdóttir 9, Heiða Hlín Björnsdóttir 8, Anna Ingunn Svansdóttir 7/4 fráköst, Erla Sif Kristinsdóttir 7/8 fráköst, Margret Osk Einarsdottir 3, Rakel Linda Þorkelsdóttir 0, Fanndís María Sverrisdóttir 0, Margrét Eiríksdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×