Eftirlit með eftirlitinu Davíð Þorláksson skrifar 27. mars 2019 07:00 Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Heilbrigðismál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Í nóvember gerði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur úttekt á Fossvogsskóla og gaf honum einkunnina 4 af 5. Innan við fjórum mánuðum seinna er búið að loka skólanum þar sem heilbrigði nemenda og starfsfólks kann að vera stefnt í hættu vegna raka- og loftgæðavandamála. Þarna hefur Reykjavíkurborg eftirlit með sjálfri sér. Þetta er enn ein sönnun þess að eftirlitsumhverfi hins opinbera er barn síns tíma sem er löngu orðið tímabært að endurskoða. Stjórnendur fyrirtækja sem sæta eftirliti heilbrigðiseftirlitanna hafa stundum haft það á tilfinningunni að það sé ekki sama hver á í hlut. Starfsemi á vegum sveitarfélaga, sem reka heilbrigðiseftirlitin, virðist oft fá afslátt af kröfum sem einkarekin fyrirtæki þurfi að uppfylla möglunarlaust. Eftirlitið verður samdauna annarri starfsemi sveitarfélaganna. Þá skapar þessi umdæmisskipting flækjur. Mismiklar kröfur kunna að vera gerðar í mismunandi umdæmum og þá eru mörg fyrirtæki með starfsemi í mörgum umdæmum sem fjölgar þeim leyfum sem þau þurfa að afla og þeim stofnunum sem þau þurfa að hafa samskipti við. Eðlilegast væri að sameina heilbrigðiseftirlitin í eina stofnun sem tæki jafnframt yfir eftirlitsstarfsemi Matvælastofnunar, Umhverfisstofnunar, Fiskistofu, Neytendastofu, Mannvirkjastofnunar og Vinnueftirlitsins. Þannig væri hægt að forðast hagsmunaárekstra eins og í tilfelli Fossvogsskóla og aðskilja eftirlit frá almennri stjórnsýslu. Kerfið ætti að vera hannað miðað við þarfir notenda þess. Þetta dæmi vekur líka spurningar um það hver hafi eftirlit með eftirlitinu. Það blasir við að voðinn er vís þegar eftirlit hefur eftirlit með sjálfu sér.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun