Baráttan um streymið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. mars 2019 07:00 Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Tækni Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar