Baráttan um streymið Ólöf Skaftadóttir skrifar 27. mars 2019 07:00 Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Tækni Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Bandaríska stórfyrirtækinu Apple tókst að valda uppnámi í að minnsta kosti þremur rótgrónum atvinnugreinum í einu vetfangi á mánudag þegar fyrirtækið kynnti ýmsar nýjungar. Forsvarsmenn í banka-, sjónvarps- og fjölmiðlageiranum víða um heim hafa sennilega hugsað um fátt annað síðan. Á kynningunni var Apple-kreditkortið kynnt. Kortinu fylgir enginn falinn kostnaður og engin árgjöld. Þótt ekki verði hægt að nota kortið nema í Bandaríkjunum, að minnsta kosti fyrst um sinn, hljóta forsvarsmenn hefðbundinna banka og greiðslukortafyrirtækja að hugsa sinn gang. Þjónustugjöld sumra korta með fríðindum geta numið tugum þúsunda á ári og verið allmikill hluti tekna fyrirtækja í geiranum. Þá fjallaði Apple um nýja fréttaveitu fyrirtækisins, Apple News+, þar sem meira en 300 dagblöð og tímarit verða aðgengileg notendum. Fréttaveitunni hefur verið lýst sem „Netflix fjölmiðlanna“. Útgefendur fjölmiðla standa frammi fyrir erfiðu vali um hvort þeir vilja miðla sína inn í fréttaveitu Apple, en hlutur fjölmiðlanna af tekjum áskriftarinnar er sagður rýr. Stórblöð á borð við New York Times og Washington Post hafa sagst ekki vilja taka þátt. The Wall Street Journal og Los Angeles Times líta hins vegar svo á að þarna sé tækifæri til að fjölga lesendum, þótt hagnaðurinn renni að stórum hluta til Apple. Síðast en ekki síst kynnti forstjórinn, Tim Cook, ásamt Hollywood-stjörnunum Steven Spielberg og Opruh, nýtt Apple TV+, þar sem þættir verða aðgengilegir frá hinum ýmsu streymisveitum á borð við Hulu og HBO. Þá boðar Apple eigin framleiðslu á efni. Margir eru um hituna í efnisveitum. Disney hefur boðað stærstu efnisveitu heims, Disney +, síðar á árinu. Í Bandaríkjunum er Warner Bros í svipuðum hugleiðingum. Í Bretlandi eru BBC og ITV á sömu slóðum. Fyrir á markaði eru risar á borð við Amazon, Netflix og Hulu. Disney, stærsti einstaki eigandi sjónvarpsefnis og kvikmynda í heiminum, hefur þegar tekið til við að þynna út sitt efni í banka Netflix, sem hefur haft sýningarrétt á miklu efni úr smiðju fyrirtækisins. Erfitt er að sjá fyrir þróunina til lengri tíma. Augljóslega er dýrt að vera áskrifandi að öllum þessum efnisveitum. Ef til vill mun áskrift hefðbundins heimilis í framtíðinni ekki vera jafn ólík áskrift kynslóðarinnar á undan og menn hafa haldið – heldur verði einhvers konar pakki efnisveitna tekinn saman. Ekki svo ólíkt áskrift að sjónvarpsstöðvum þar sem flakkað var á milli stöðva, þótt tími línulegs sjónvarpsáhorfs sé nú liðinn. Einhverjir munu verða undir. Þeir sem fyrir eru munu þurfa að laga sig að breyttum aðstæðum. Netflix hefur undanfarið haft markaðsráðandi stöðu og eytt háum fjárhæðum í vandað sjónvarpsefni. Spurningin er hvort samkeppnin verður veitunni byr undir báða vængi eða til þess að hún þurfi að draga saman seglin. Eitt er ljóst. Baráttan um streymið er hafin fyrir alvöru.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun