Körfubolti

Celtics vann leik stórveldanna | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving var stigahæstur Boston-manna gegn LA Lakers.
Kyrie Irving var stigahæstur Boston-manna gegn LA Lakers. vísir/getty
Boston Celtics vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið bar sigurorð af Los Angeles Lakers, 107-120, í nótt. Boston er í 5. sæti Austurdeildarinnar.

Kyrie Irving skoraði 30 stig fyrir Boston og þeir Marcus Morris og Marcus Smart sitt hvor 16 stigin. LeBron James skilaði þrennu fyrir Lakers; skoraði 30 stig, tók tíu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Liðið er í 11. sæti Vesturdeildarinnar.

Milwaukee Bucks styrkti stöðu sína á toppi Austurdeildarinnar með sigri á Charlotte Hornets, 131-114. Giannis Antetokounmpo var einu sinni sem oftar atvkæðamestur í liði Milwaukee. Hann skoraði 26 stig og tók 13 fráköst.

Brooklyn Nets vann sinn þriðja leik í röð er liðið bar sigurorð af Atlanta Hawks, 112-114. Spencer Dinwiddie átti kröftuga innkomu af bekknum og skoraði 23 stig og gaf sjö stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur verið á mikilli siglingu á undanförnum vikum.

Úrslitin í nótt:

LA Lakers 107-120 Boston

Milwaukee 131-114 Charlotte

Atlanta 112-114 Brooklyn

NY Knicks 94-102 Sacramento

Minnesota 135-130 Washington

Portland 127-120 Phoenix





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×