Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2019 08:00 Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira