Miklar fjárfestingar án þess að fjármagn væri tryggt Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. mars 2019 08:00 Íslandspóstur réðst í framkvæmdir fyrir 1,2 milljarða á nýliðnu ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira
Að mati Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) virðist lausafjárvandi Íslandspósts ohf. (ÍSP) tilkominn vegna fækkunar einkaréttarbréfa annars vegar og hins vegar mikilla fjárfestinga sem ráðist var í á sama tíma og fjármögnun þeirra var ekki tryggð. Þessi vandi hafi ekki verið opinberaður af hálfu ÍSP fyrr en á síðari helmingi síðasta árs. Þetta kemur fram í svarbréfi PFS, sem sent var í síðasta mánuði, við erindi samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins (SRN) frá því í desember. Í bréfi SRN var óskað eftir því að PFS gerði grein fyrir hvernig eftirliti stofnunarinnar með fjárhagsstöðu ÍSP hefði verið háttað. Í lögum um PFS er kveðið á um að stofnunin hafi eftirlit með starfsemi fjarskiptafyrirtækja og póstrekenda og þar er fjárhagsstaða þeirra með talin. Í svarbréfi PFS segir aftur á móti að það eftirlit, þegar kemur að póstþjónustu, takmarkist við þann hluta sem snýr að einkarétti og alþjónustu. „Með öðrum orðum hefur stofnunin ekki eftirlit með allri starfsemi félagsins og þaðan af síður heimildir til að grípa inn í með einhverjum hætti þær ákvarðanir sem félagið kann að hafa tekið. Forstjóri og stjórn félagsins bera ábyrgð á þeim ákvörðunum,“ segir í bréfinu. Í svarinu er enn fremur rakið að rekstrarreikningur ÍSP fyrir árið 2017 hafi ekki bent til þess að félagið stefndi í alvarlegan lausafjárvanda árið 2018. Samkvæmt árshlutareikningi í september í fyrra var veltufé frá rekstri 12 milljónir króna sem er um 500 milljónum lægra en á sama tíma árið áður. PFS telur það skýrast af lækkun á hagnaði einkaréttarbréfa. Ekkert hafi legið fyrir um vandann fyrr en síðla árs 2018. Stjórn ÍSP hefur að vísu reglulega bókað í fundargerðum að rekstrargrundvöllur væri ekki lengur til staðar og komið slíkum skilaboðum til SRN. Í þessu samhengi er rétt að nefna að í nóvember í fyrra hafnaði PFS beiðni ÍSP um hækkun verðskrár einkaréttar enda hefði afkoma einkaréttar verið góð árin tvö á undan. Í raun svo góð að stofnunin íhugaði að afturkalla fyrri ákvörðun sína um hækkun. Í síðasta mánuði samþykkti PFS hins vegar beiðni um meiri hækkun en hafnað var í nóvember. Það samþykki lá fyrir sama dag og ÍSP skilaði nauðsynlegum gögnum til stofnunarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Íslandspóstur Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sjá meira