Ljós í myrkrinu Konráð S. Guðjónsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Sagan er eins og tómatsósuflaska“ sagði sögukennarinn minn í menntaskóla. „Fyrst kemur ekkert, síðan kemur ekkert, svo kemur allt.“ Ekki fylgdi sögunni að þetta ætti við hagsöguna en í tilfelli Íslands virðist svo vera. Eftir að lítið kom úr flöskunni frá 2009 og fram eftir ári 2014 má segja að skyndilega hafi öll sósan runnið út í hagkerfið. Á árunum 2015 og 2016 féll nánast allt með efnahagslífinu en í fyrra og árið 2017 urðu horfurnar svo tvísýnni þó að kaupmáttur hafi aukist og atvinnustig væri hátt. Aftur á móti virðist margt vera að snúast gegn okkur núna þegar einungis 64 dagar eru liðnir af árinu: Loðnubrestur, samdráttur í ferðaþjónustu og átök á vinnumarkaði.Eins og espresso fyrir hagkerfið Allt þetta slævir hagkerfið sem ógnar lífskjörum og lífsviðurværi fólks. Þess vegna er frekari losun fjármagnshafta og afnám bindiskyldu á erlendar fjárfestingar í skuldabréfum ljós í myrkrinu og eins og tvöfaldur espresso fyrir hagkerfið. Fyrstu viðbrögð voru þó hófstillt af tvöföldum espresso að vera eða 0,10-0,19 prósentustiga lækkun ávöxtunarkröfu langra ríkisskuldabréfa enda tíðindin ekki óvænt. Þessi espresso hefur þó þann sérstaka eiginleika að áhrif hans geta orðið varanleg og meiri ef rétt er haldið á spilunum.Til mikils að vinna Í fyrsta lagi hefur vaxtastig á Íslandi nú þegar sjaldan eða aldrei verið lægra. Lækkun vaxta erlendis, öldrun þjóðarinnar, lág skuldastaða, breiðari grunnur útflutnings og langvarandi lítil verðbólga með óvenju lágum verðbólguvæntingum hafa meðal annars stuðlað að því. Þessari hljóðlátu þróun virðist ekki lokið og afnám bindiskyldunnar gæti hraðað henni, einkum ef verðbólgudraugurinn verður ekki særður fram við langborðið í Karphúsinu. Í öðru lagi eru tíðindin kærkomin innspýting inn í íslenskan verðbréfamarkað. Síðustu sex mánuði hafa innlendir fjárfestar keypt erlend verðbréf fyrir 126 milljarða króna á sama tíma og erlendir fjárfestar hafa dregið úr verðbréfaeign sinni hér á landi sem nemur tæpum níu milljörðum. Vegna mikilla umsvifa lífeyrissjóða hér á landi og mikillar fjárfestingarþarfar þeirra munu sjóðirnir eflaust leita áfram út. Þess vegna er mikilvægt fyrir eðlilega verðmyndun verðbréfa og krónunnar að gefa erlendum fjárfestum kost á að koma inn á móti miklu útflæði lífeyrissjóða. Í þriðja lagi auðveldar haftalosunin fjármögnun fyrirtækja og stuðlar að lægri fjármagnskostnaði. Fyrir vikið verður auðveldara fyrir fyrirtæki að takast á við kjarasamninga sem samræmast eðlilegu svigrúmi en einnig að vaxa og dafna. Þetta á ekki síst við þær atvinnugreinar sem hafa verið hvað mest í deiglunni síðustu misseri eins og byggingariðnaðinn og leigumarkaðinn. Heyrst hafa fréttir af versnandi verkefnastöðu á fyrstu stigum byggingariðnaðar og fjármögnunarkjör íbúðaleigufélaga eru á köflum lakari en þau sem einstaklingum bjóðast. Lækkun fjármagnskostnaðar myndi hjálpa við hvort tveggja – nauðsynlega uppbyggingu og uppbyggingu öflugs leigumarkaðar. Loks er lækkun vaxta kjarabót fyrir dæmigerð íslensk heimili. Ef vextir lækka um 1% þá lækkar mánaðarleg greiðslubyrði um 25.000 krónur á 30 milljóna króna 40 ára óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum. Slík kjarabót væri nærri því þriðjungur af því sem VR hefur krafist í kjaraviðræðum samkvæmt þeirra nýjasta tilboði. Það munar um minna.Að slökkva ljósið í myrkrinu Hver er sinnar gæfu smiður og því er leikur einn fyrir Íslendinga að kasta frá sér tækifærinu á að festa í sessi lágt en eðlilegt vaxtastig með öllum þeim ávinningi sem í því felst. Of brattar vaxtalækkanir sem skapa eignabólur og verðbólguþrýsting sem springa í andlitið á okkur er ein leið til þess. Skaðleg verkföll og launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir er önnur leið enda ávísun á verðbólgu, sveiflur og þannig hærra vaxtastig. Þeir sömu og boða verkföll og mjög brattar launahækkanir hafa engu að síður kallað eftir lægra vaxtastigi. Vonandi sjá þeir aðilar ljósið í myrkrinu.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan er eins og tómatsósuflaska“ sagði sögukennarinn minn í menntaskóla. „Fyrst kemur ekkert, síðan kemur ekkert, svo kemur allt.“ Ekki fylgdi sögunni að þetta ætti við hagsöguna en í tilfelli Íslands virðist svo vera. Eftir að lítið kom úr flöskunni frá 2009 og fram eftir ári 2014 má segja að skyndilega hafi öll sósan runnið út í hagkerfið. Á árunum 2015 og 2016 féll nánast allt með efnahagslífinu en í fyrra og árið 2017 urðu horfurnar svo tvísýnni þó að kaupmáttur hafi aukist og atvinnustig væri hátt. Aftur á móti virðist margt vera að snúast gegn okkur núna þegar einungis 64 dagar eru liðnir af árinu: Loðnubrestur, samdráttur í ferðaþjónustu og átök á vinnumarkaði.Eins og espresso fyrir hagkerfið Allt þetta slævir hagkerfið sem ógnar lífskjörum og lífsviðurværi fólks. Þess vegna er frekari losun fjármagnshafta og afnám bindiskyldu á erlendar fjárfestingar í skuldabréfum ljós í myrkrinu og eins og tvöfaldur espresso fyrir hagkerfið. Fyrstu viðbrögð voru þó hófstillt af tvöföldum espresso að vera eða 0,10-0,19 prósentustiga lækkun ávöxtunarkröfu langra ríkisskuldabréfa enda tíðindin ekki óvænt. Þessi espresso hefur þó þann sérstaka eiginleika að áhrif hans geta orðið varanleg og meiri ef rétt er haldið á spilunum.Til mikils að vinna Í fyrsta lagi hefur vaxtastig á Íslandi nú þegar sjaldan eða aldrei verið lægra. Lækkun vaxta erlendis, öldrun þjóðarinnar, lág skuldastaða, breiðari grunnur útflutnings og langvarandi lítil verðbólga með óvenju lágum verðbólguvæntingum hafa meðal annars stuðlað að því. Þessari hljóðlátu þróun virðist ekki lokið og afnám bindiskyldunnar gæti hraðað henni, einkum ef verðbólgudraugurinn verður ekki særður fram við langborðið í Karphúsinu. Í öðru lagi eru tíðindin kærkomin innspýting inn í íslenskan verðbréfamarkað. Síðustu sex mánuði hafa innlendir fjárfestar keypt erlend verðbréf fyrir 126 milljarða króna á sama tíma og erlendir fjárfestar hafa dregið úr verðbréfaeign sinni hér á landi sem nemur tæpum níu milljörðum. Vegna mikilla umsvifa lífeyrissjóða hér á landi og mikillar fjárfestingarþarfar þeirra munu sjóðirnir eflaust leita áfram út. Þess vegna er mikilvægt fyrir eðlilega verðmyndun verðbréfa og krónunnar að gefa erlendum fjárfestum kost á að koma inn á móti miklu útflæði lífeyrissjóða. Í þriðja lagi auðveldar haftalosunin fjármögnun fyrirtækja og stuðlar að lægri fjármagnskostnaði. Fyrir vikið verður auðveldara fyrir fyrirtæki að takast á við kjarasamninga sem samræmast eðlilegu svigrúmi en einnig að vaxa og dafna. Þetta á ekki síst við þær atvinnugreinar sem hafa verið hvað mest í deiglunni síðustu misseri eins og byggingariðnaðinn og leigumarkaðinn. Heyrst hafa fréttir af versnandi verkefnastöðu á fyrstu stigum byggingariðnaðar og fjármögnunarkjör íbúðaleigufélaga eru á köflum lakari en þau sem einstaklingum bjóðast. Lækkun fjármagnskostnaðar myndi hjálpa við hvort tveggja – nauðsynlega uppbyggingu og uppbyggingu öflugs leigumarkaðar. Loks er lækkun vaxta kjarabót fyrir dæmigerð íslensk heimili. Ef vextir lækka um 1% þá lækkar mánaðarleg greiðslubyrði um 25.000 krónur á 30 milljóna króna 40 ára óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum. Slík kjarabót væri nærri því þriðjungur af því sem VR hefur krafist í kjaraviðræðum samkvæmt þeirra nýjasta tilboði. Það munar um minna.Að slökkva ljósið í myrkrinu Hver er sinnar gæfu smiður og því er leikur einn fyrir Íslendinga að kasta frá sér tækifærinu á að festa í sessi lágt en eðlilegt vaxtastig með öllum þeim ávinningi sem í því felst. Of brattar vaxtalækkanir sem skapa eignabólur og verðbólguþrýsting sem springa í andlitið á okkur er ein leið til þess. Skaðleg verkföll og launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir er önnur leið enda ávísun á verðbólgu, sveiflur og þannig hærra vaxtastig. Þeir sömu og boða verkföll og mjög brattar launahækkanir hafa engu að síður kallað eftir lægra vaxtastigi. Vonandi sjá þeir aðilar ljósið í myrkrinu.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun