Ljós í myrkrinu Konráð S. Guðjónsson skrifar 6. mars 2019 07:00 Sagan er eins og tómatsósuflaska“ sagði sögukennarinn minn í menntaskóla. „Fyrst kemur ekkert, síðan kemur ekkert, svo kemur allt.“ Ekki fylgdi sögunni að þetta ætti við hagsöguna en í tilfelli Íslands virðist svo vera. Eftir að lítið kom úr flöskunni frá 2009 og fram eftir ári 2014 má segja að skyndilega hafi öll sósan runnið út í hagkerfið. Á árunum 2015 og 2016 féll nánast allt með efnahagslífinu en í fyrra og árið 2017 urðu horfurnar svo tvísýnni þó að kaupmáttur hafi aukist og atvinnustig væri hátt. Aftur á móti virðist margt vera að snúast gegn okkur núna þegar einungis 64 dagar eru liðnir af árinu: Loðnubrestur, samdráttur í ferðaþjónustu og átök á vinnumarkaði.Eins og espresso fyrir hagkerfið Allt þetta slævir hagkerfið sem ógnar lífskjörum og lífsviðurværi fólks. Þess vegna er frekari losun fjármagnshafta og afnám bindiskyldu á erlendar fjárfestingar í skuldabréfum ljós í myrkrinu og eins og tvöfaldur espresso fyrir hagkerfið. Fyrstu viðbrögð voru þó hófstillt af tvöföldum espresso að vera eða 0,10-0,19 prósentustiga lækkun ávöxtunarkröfu langra ríkisskuldabréfa enda tíðindin ekki óvænt. Þessi espresso hefur þó þann sérstaka eiginleika að áhrif hans geta orðið varanleg og meiri ef rétt er haldið á spilunum.Til mikils að vinna Í fyrsta lagi hefur vaxtastig á Íslandi nú þegar sjaldan eða aldrei verið lægra. Lækkun vaxta erlendis, öldrun þjóðarinnar, lág skuldastaða, breiðari grunnur útflutnings og langvarandi lítil verðbólga með óvenju lágum verðbólguvæntingum hafa meðal annars stuðlað að því. Þessari hljóðlátu þróun virðist ekki lokið og afnám bindiskyldunnar gæti hraðað henni, einkum ef verðbólgudraugurinn verður ekki særður fram við langborðið í Karphúsinu. Í öðru lagi eru tíðindin kærkomin innspýting inn í íslenskan verðbréfamarkað. Síðustu sex mánuði hafa innlendir fjárfestar keypt erlend verðbréf fyrir 126 milljarða króna á sama tíma og erlendir fjárfestar hafa dregið úr verðbréfaeign sinni hér á landi sem nemur tæpum níu milljörðum. Vegna mikilla umsvifa lífeyrissjóða hér á landi og mikillar fjárfestingarþarfar þeirra munu sjóðirnir eflaust leita áfram út. Þess vegna er mikilvægt fyrir eðlilega verðmyndun verðbréfa og krónunnar að gefa erlendum fjárfestum kost á að koma inn á móti miklu útflæði lífeyrissjóða. Í þriðja lagi auðveldar haftalosunin fjármögnun fyrirtækja og stuðlar að lægri fjármagnskostnaði. Fyrir vikið verður auðveldara fyrir fyrirtæki að takast á við kjarasamninga sem samræmast eðlilegu svigrúmi en einnig að vaxa og dafna. Þetta á ekki síst við þær atvinnugreinar sem hafa verið hvað mest í deiglunni síðustu misseri eins og byggingariðnaðinn og leigumarkaðinn. Heyrst hafa fréttir af versnandi verkefnastöðu á fyrstu stigum byggingariðnaðar og fjármögnunarkjör íbúðaleigufélaga eru á köflum lakari en þau sem einstaklingum bjóðast. Lækkun fjármagnskostnaðar myndi hjálpa við hvort tveggja – nauðsynlega uppbyggingu og uppbyggingu öflugs leigumarkaðar. Loks er lækkun vaxta kjarabót fyrir dæmigerð íslensk heimili. Ef vextir lækka um 1% þá lækkar mánaðarleg greiðslubyrði um 25.000 krónur á 30 milljóna króna 40 ára óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum. Slík kjarabót væri nærri því þriðjungur af því sem VR hefur krafist í kjaraviðræðum samkvæmt þeirra nýjasta tilboði. Það munar um minna.Að slökkva ljósið í myrkrinu Hver er sinnar gæfu smiður og því er leikur einn fyrir Íslendinga að kasta frá sér tækifærinu á að festa í sessi lágt en eðlilegt vaxtastig með öllum þeim ávinningi sem í því felst. Of brattar vaxtalækkanir sem skapa eignabólur og verðbólguþrýsting sem springa í andlitið á okkur er ein leið til þess. Skaðleg verkföll og launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir er önnur leið enda ávísun á verðbólgu, sveiflur og þannig hærra vaxtastig. Þeir sömu og boða verkföll og mjög brattar launahækkanir hafa engu að síður kallað eftir lægra vaxtastigi. Vonandi sjá þeir aðilar ljósið í myrkrinu.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Konráð S. Guðjónsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sagan er eins og tómatsósuflaska“ sagði sögukennarinn minn í menntaskóla. „Fyrst kemur ekkert, síðan kemur ekkert, svo kemur allt.“ Ekki fylgdi sögunni að þetta ætti við hagsöguna en í tilfelli Íslands virðist svo vera. Eftir að lítið kom úr flöskunni frá 2009 og fram eftir ári 2014 má segja að skyndilega hafi öll sósan runnið út í hagkerfið. Á árunum 2015 og 2016 féll nánast allt með efnahagslífinu en í fyrra og árið 2017 urðu horfurnar svo tvísýnni þó að kaupmáttur hafi aukist og atvinnustig væri hátt. Aftur á móti virðist margt vera að snúast gegn okkur núna þegar einungis 64 dagar eru liðnir af árinu: Loðnubrestur, samdráttur í ferðaþjónustu og átök á vinnumarkaði.Eins og espresso fyrir hagkerfið Allt þetta slævir hagkerfið sem ógnar lífskjörum og lífsviðurværi fólks. Þess vegna er frekari losun fjármagnshafta og afnám bindiskyldu á erlendar fjárfestingar í skuldabréfum ljós í myrkrinu og eins og tvöfaldur espresso fyrir hagkerfið. Fyrstu viðbrögð voru þó hófstillt af tvöföldum espresso að vera eða 0,10-0,19 prósentustiga lækkun ávöxtunarkröfu langra ríkisskuldabréfa enda tíðindin ekki óvænt. Þessi espresso hefur þó þann sérstaka eiginleika að áhrif hans geta orðið varanleg og meiri ef rétt er haldið á spilunum.Til mikils að vinna Í fyrsta lagi hefur vaxtastig á Íslandi nú þegar sjaldan eða aldrei verið lægra. Lækkun vaxta erlendis, öldrun þjóðarinnar, lág skuldastaða, breiðari grunnur útflutnings og langvarandi lítil verðbólga með óvenju lágum verðbólguvæntingum hafa meðal annars stuðlað að því. Þessari hljóðlátu þróun virðist ekki lokið og afnám bindiskyldunnar gæti hraðað henni, einkum ef verðbólgudraugurinn verður ekki særður fram við langborðið í Karphúsinu. Í öðru lagi eru tíðindin kærkomin innspýting inn í íslenskan verðbréfamarkað. Síðustu sex mánuði hafa innlendir fjárfestar keypt erlend verðbréf fyrir 126 milljarða króna á sama tíma og erlendir fjárfestar hafa dregið úr verðbréfaeign sinni hér á landi sem nemur tæpum níu milljörðum. Vegna mikilla umsvifa lífeyrissjóða hér á landi og mikillar fjárfestingarþarfar þeirra munu sjóðirnir eflaust leita áfram út. Þess vegna er mikilvægt fyrir eðlilega verðmyndun verðbréfa og krónunnar að gefa erlendum fjárfestum kost á að koma inn á móti miklu útflæði lífeyrissjóða. Í þriðja lagi auðveldar haftalosunin fjármögnun fyrirtækja og stuðlar að lægri fjármagnskostnaði. Fyrir vikið verður auðveldara fyrir fyrirtæki að takast á við kjarasamninga sem samræmast eðlilegu svigrúmi en einnig að vaxa og dafna. Þetta á ekki síst við þær atvinnugreinar sem hafa verið hvað mest í deiglunni síðustu misseri eins og byggingariðnaðinn og leigumarkaðinn. Heyrst hafa fréttir af versnandi verkefnastöðu á fyrstu stigum byggingariðnaðar og fjármögnunarkjör íbúðaleigufélaga eru á köflum lakari en þau sem einstaklingum bjóðast. Lækkun fjármagnskostnaðar myndi hjálpa við hvort tveggja – nauðsynlega uppbyggingu og uppbyggingu öflugs leigumarkaðar. Loks er lækkun vaxta kjarabót fyrir dæmigerð íslensk heimili. Ef vextir lækka um 1% þá lækkar mánaðarleg greiðslubyrði um 25.000 krónur á 30 milljóna króna 40 ára óverðtryggðu láni með jöfnum afborgunum. Slík kjarabót væri nærri því þriðjungur af því sem VR hefur krafist í kjaraviðræðum samkvæmt þeirra nýjasta tilboði. Það munar um minna.Að slökkva ljósið í myrkrinu Hver er sinnar gæfu smiður og því er leikur einn fyrir Íslendinga að kasta frá sér tækifærinu á að festa í sessi lágt en eðlilegt vaxtastig með öllum þeim ávinningi sem í því felst. Of brattar vaxtalækkanir sem skapa eignabólur og verðbólguþrýsting sem springa í andlitið á okkur er ein leið til þess. Skaðleg verkföll og launahækkanir sem ekki er innistæða fyrir er önnur leið enda ávísun á verðbólgu, sveiflur og þannig hærra vaxtastig. Þeir sömu og boða verkföll og mjög brattar launahækkanir hafa engu að síður kallað eftir lægra vaxtastigi. Vonandi sjá þeir aðilar ljósið í myrkrinu.Höfundur er hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar