Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira
Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Sjá meira