Bankastjórum Seðlabankans fjölgað í fjóra Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 06:00 Gert er ráð fyrir einum seðlabankastjóra og þremur varabankastjórum. Einn fer með peningamál, annar yfir fjármálastöðugleika og þriðji með fjármálaeftirlit við sameiningu bankans og FME. Vísir/vilhelm Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Seðlabanki Íslands verður skipaður fjórum bankastjórum samkvæmt drögum að frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann sem nú liggur fyrir. Þannig verður einn aðalseðlabankastjóri og þrír varabankastjórar, samkvæmt heimildum Markaðarins. Í stað núverandi fyrirkomulags, þar sem er einn aðstoðarseðlabankastjóri, er því gert ráð fyrir þremur varabankastjórum sem munu skipta með sér verkum. Í frumvarpinu er lagt til að einn fari með peningamál, annar beri ábyrgð á fjármálastöðugleika og þriðji varabankastjórinn verði yfir fjármálaeftirliti innan sameiginlegrar stofnunar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins (FME). Frumvarpið verður rætt á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins á morgun, fimmtudag, samkvæmt heimildum Markaðarins. Verði frumvarpið samþykkt þegar það verður lagt fyrir Alþingi er áætlað að breytingarnar muni taka gildi 1. janúar á næsta ári. Sérstök verkefnisstjórn, sem heyrir undir ráðherranefndina, hefur síðustu mánuði meðal annars unnið að fyrrnefndu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðlabankann en tilkynnt var um það í október að hafin væri vinna við að sameina Seðlabankann og FME. Markmið stjórnvalda með sameiningu Seðlabankans og FME er að koma á fót einni öflugri stofnun sem hafi heildarsýn á hagkerfið. Þannig verði betur tryggt eftirlit og skilvirkni við framkvæmd fjármálaeftirlits og þjóðhagsvarúðar. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem hefur margsinnis ítrekað mikilvægi slíkrar sameiningar, sagði í síðustu úttekt sinni á stöðu efnahagsmála á Íslandi að nú væri kominn tími til „aðgerða í stað umræðna“. Sendinefnd sjóðsins sagði í yfirlýsingu sinni í september 2018 að það væru ýmsir kostir við að sameina allt eftirlit með fjármálageiranum, þrautavaralánveitingum og verkefnum skilavalds í Seðlabankanum. Það myndi meðal annars auka samlegðaráhrif og koma í veg fyrir óþarfa skörun verkefna. Búið er að auglýsa stöðu seðlabankastjóra en umsóknarfrestur er til 25. mars. Nýr seðlabankastjóri verður skipaður 20. ágúst en þá rennur út skipunartími Más Guðmundssonar.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira