Körfubolti

Valur upp að hlið Keflavíkur │ Óvænt tap KR

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena og stöllur eru komnar á toppinn með Keflavík.
Helena og stöllur eru komnar á toppinn með Keflavík. vísir/bára
Valur er komið upp að hlið Keflavíkur í Dominos-deild kvenna eftir stórsigur á Skallagrími í Borgarnesi í kvöld er 22. umferðin í deildinni fór fram.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur leiddi í hálfleik, 40-34. Í síðari hálfleik steig Valur á bensíngjöfina og vann svo öruggan 30 stiga sigur, 89-59.

Bergþóra Holton Tómasdóttir var framlagshæst hjá bikarmeisturum Vals en hún skoraði 22 stig og tók fimm fráköst. Heather Butler og Guðbjörg Sverrisdóttir gerðu átján stig hvor en Valur er á toppnum ásamt Keflavík með 32 stig.

Skallagrímur er hins vegar áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en Shequila Joseph var einu sinni sem oftar stigahæst. Hún skoraði 25 stig og tók ellefu fráköst en Árnína Lena Rúnarsdóttir gerði þrettán stig.

Haukar unnu óvæntan þriggja stiga sigur á KR, 75-72, er liðin mættust í DHL-höllinni í kvöld. Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn en í fjórða leikhlutanum var Hafnarfjarðarliðið sterkara.

Þóra Kristín Jónsdóttir átti frábæran leik fyrir Hauka en hún skoraði nítján stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar. Eva Margrét Kristjánsdóttir gerði sautján stig en Haukar eru í sjötta sæti deildarinnar.

KR er nú í þriðja sætinu með 30 stig og varð að mikilvægum stigum í baráttunni um deildarmeistaratitilinn. Vilma Kesanen var stigahæst með 25 stig og Kiana Johnson skoraði átján stig.

Snæfell vann svo auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks en Snæfell gerði út um leikinn í fyrri hálfleik. Staðna í hálfleik var 58-30 en lokatölur urðu svo 93-56.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Snæfell sem er í harðri baráttu við Stjörnua um síðasta sætið í úrslitakeppninni en Snæfell er nú í fjórða sætinu með betri innbyrðis viðureign en Stjarnan. Blikarnir eru á botninum og eru á leið niður í B-deildina.

Kristen Denise McCarthy var mögnuð í liði Snæfells en hún var með þrefalda tvennu. Hún gerði 29 stig, tók þrettán fráköst og gaf tíu stoðsendingar en Ivory Crawford gerði nítján stig fyrir Blika.

Staðan í deildinni:

1. Keflavík 32 stig

2. Valur 32 stig

3. KR 30 stig

4. Snæfell 26 stig

5. Stjarnan 26 stig

6. Haukar 16 stig

7. Skallagrímur 12 stig

8. Breiðablik 2 stig




Fleiri fréttir

Sjá meira


×