Veggjöld? Hvernig Veggjöld? Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar 11. febrúar 2019 15:21 Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Þorvaldur Heiðarsson Vegtollar Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú stefna stjórnvöld að því að taka upp veggjöld á völdum leiðum. Þessi veggjöld eru nokkuð umdeild. Útfærslan hlýtur samt sem áður að skipta sköpum varðandi hvort fólk er hlynnt eða andvígt slíkum gjöldum. Hér eru settar fram fjórar leiðir í mögulegri útfærslu. A. Ríkið tekur lán og fer í vegaframkvæmd. Vegaframkvæmdin getur verð margskonar: jarðgöng, nýr vegur, ný brú, endurnýjaður vegur (t.d. 2+2 í stað 1+1) eða eitthvað annað. Ríkið tekur síðan veggjald af þeim sem nota mannvirkið eftir að það er tilbúið og greiðir þannig niður lánið. Það eru því eingöngu þeir sem njóta nýja mannvirkisins sem greiða fyrir það. Þetta er fyrirkomulagið sem landsmenn þekkja í Hvalfjarðargöngum og Vaðlaheiðargöngum þótt þau mannvirki séu ekki í hreinni eigu ríkisins. B. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir á einhverju svæði til að fjármagna áframhaldandi uppbyggingu á því svæði. T.d. að veggjöld verði sett á umferð til og frá Höfuðborgarsvæðinu til að fjármagna uppbyggingu úr 1+1 í 2+2 á þeim leiðum. Eða að veggjöld verði innheimt í jarðgöngum á Mið-Austurlandi til að halda áfram jarðgangagerð þar. Það eru því notendur nokkuð góðra mannvirkja sem greiða fyrir uppbyggingu enn betri samgangna á sama svæði. Því er líklegt að þessir greiðendur njóti líka á einn eða annan hátt mannvirkjanna sem peningarnir eru notaðir í. C. Hægt er að leggja veggjöld á núverandi leiðir án nokkurs fororðs um að tekjurnar verði notaðar í fyrirfram ákveðin verkefni. Þær renni einfaldlega í ríkissjóð og þannig sé t.d. hægt að nota þær til að framkvæma meira í samgönguáætlun á hverju ári. Þetta er fyrirkomulagið sem margir þekkja í akstri í Evrópu. Borga þarf veggjald hér og þar en það fer einfaldlega til ríkissjóðs og pólitísk ákvörðun er hvað gert er við það. D. Í fjórða lagi verður að nefna það fyrirkomulag að sleppa veggjöldum en hækka gjöld á bensín og díselolíu á alla bíla. Allar hafa þessar leiðir kosti og galla. Líklegt er að A mæti minnstri andstöðu þar sem skýrt er hvað vegfarendur eru að borga fyrir. Þeir fá mannvirkið og kosti þess áratugum fyrr en ella með því að borga veggjald. Landsmenn þekkja einnig svona gjaldtöku í Hvalfjarðargöngum. Það hefðu ekki verið nein Hvalfjarðargöng nema vegna gjaldtökunnar. Það er dauðafæri að nota þetta fyrirkomulag um þessar mundir því ríkið getur fengið fé lánað á um 1,7% verðtryggðum vöxtum. Áður fyrr þurfti ríkið að greiða 4-5% verðtryggða vexti af 20 ára lánum. Þess vegna er hægt að borga upp margar framkvæmdir nú með þessu fyrirkomulagi sem ekki var hægt áður einfaldlega vegna lægri vaxta. Leið B ætti líka að eiga upp á pallborðið en hefur líklega ekki sama stuðning og leið A. Ávinningur greiðandans er ekki eins beintengdur og í A. Líklegt má telja að leið C mæti mestri andstöðu þar sem vegfarendur á sumum leiðum þurfa að borga aukalega en aðrir ekki. Það mun mörgum þykja ósanngjarnt og lítið jafnræði þegnanna. Leið D, sem nú er þegar í notkun, samræmis jafnræði við fyrstu sýn. En þetta „jafnræði“ er einnig mesti galli þessarar útfærslu því vegfarendur á handónýtum Vatnsnesvegi þurfa að greiða það sama á km og þeir sem aka nýjan og dýran Keflavíkurveg eða Norðfjarðargöng. Gjald á jarðefnaeldsneyti er hins vegar beinskeyttasta aðferðin til að draga úr notkun þess og því hníga umhverfisrök og Parísarsáttmálinn að því að hafa þau jafnvel hærri en nú. Höfundur er lektor við Háskólann á Akureyri.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun