Rafrettublús Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar