Rafrettublús Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. febrúar 2019 07:00 Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður fyrstu rannsóknar sinnar tegundar á gagnsemi rafrettna sem valkosts í baráttunni við að minnka eða hætta alfarið reykingum tóbaks renna nokkuð styrkum stoðum undir þá kenningu að tækin hafi raunverulegt gildi sem hjálpartæki fyrir reykingafólk. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem birtar voru í vísindaritinu The New England Journal of Medicine á dögunum og fengnar voru úr vandaðri, árslangri slembirannsókn með samanburðarhópi, leiddu í ljós að reykingafólk sem notar rafrettur til að hætta að reykja er tvöfalt líklegra til að takast ætlunarverkið, miðað við þá sem nota hefðbundin hjálpartæki á borð við níkótíntyggjó eða -plástra. Þetta er umfangsmesta rannsókn sinnar tegundar, það er, þar sem samanburður er gerður á nútíma rafrettum og hefðbundnum hjálpartækjum fyrir reykingafólk. Þýðir þetta að óhætt sé að líta á rafrettur sem töfralausn við reykingum? Því miður er það ekki svo, enda eru viðtekin viðhorf í vísindum, og opinber stefnumörkun sem á þeim byggir, háð tregðulögmáli sem aðeins verður breytt með sannreyndum vísindum og sannfærandi rökstuðningi sem ekki getur byggt á takmörkuðu magni gagna. Á undanförnum árum og með æ fleiri rannsóknum virðist sú niðurstaða liggja fyrir að rafrettur eru almennt áhættuminni en hefðbundnar sígarettur, svo um munar í raun. Að auki hafa þær hjálpað fjölmörgum að segja skilið við sígarettur og aðra tóbaksnotkun. Þó er í gufu rafrettunnar oft að finna mikið magn fínagna. Þar á meðal eru, í sumum tilfellum, agnir formaldehýðs og acetaldehýðs. Að auki eru í gufunni bragðefni vökvans í úðaformi; bragðefni sem eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og viss óvissa ríkir um áhrif innöndunar þeirra á mannslíkamann. Langtímaáhrif rafrettunotkunar á heilsu fólks eru jafnframt að mestu ókunn. Sú mynd sem dregin hefur verið upp með rannsóknum undanfarið er sú að reykingafólk sem á í erfiðleikum með að hætta ætti að vera hvatt til að nota rafrettu, en um leið ættu vissir hópar að forðast þær. Það var afgerandi niðurstaða Bandarísku vísindanefndarinnar í janúar á síðasta ári að unglingar sem nota rafrettur eru líklegri til að prófa hefðbundnar reykingar en aðrir. Sýnt hefur verið fram á að nikótín getur haft skaðleg áhrif á heilaþroska ungmenna. Við spurningunni um það hvort rafrettur eru góðar eða slæmar er ekkert afgerandi svar. Þær virðast henta fyrir suma, en ættu vafalaust ekki að vera fyrsta úrræði unglinga sem glíma við nikótínfíkn eða eitthvað sem ungmenni ættu almennt að hafa aðgang að. Lög um rafrettur taka gildi 1. mars næstkomandi og samhliða því reglugerð heilbrigðisráðherra. Um lögin er margt gott að segja. Þau eru bæði tímabær og líkleg til þess að tryggja stöðu neytenda. En ströng lög líkt og þessi mega ekki leiða til þess að þeir sem raunverulega þurfa á rafrettum að halda eigi fyrir vikið erfiðara með að nálgast þær.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun