Meira og betra er líka dýrara Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar