Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson og Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifa 23. október 2025 18:00 Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Landsamband eldri borgara (LEB) hélt málþing þann 16. október sl. undir heitinu Ofbeldi er ógn, tryggjum öryggi eldri borgara. Góð aðsókn var að þinginu, bæði í salnum í húsakynnum LEB og í beinu streymi á netinu. Tilgangurinn var að varpa ljósi á hve ofbeldi gegn eldri borgurum er orðið algengt á Íslandi, hvernig hægt er að bregðast við og leitast við að finna leiðir til úrbóta. Ljóst er að fréttir um ofbeldi gegn eldri borgurum sl. mánuði er aðeins toppurinn á ísjakanum. Um er að ræða dulið vandamál sem þolendur veigra sér við að tilkynna enda eru gerendur ýmist nánir ættingjar, vinir eða trúnaðarmenn. Það var Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra sem flutti upphafs ávarp en alls voru haldnir 11 fyrirlestrar á málþinginu, víða að úr kerfinu. Sem dæmi má nefna voru fulltrúar stofnana svo sem Lögreglunnar, Neyðarlínunnar, Kvennaathvarfsins, Landspítala, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig heiðraði landlæknir okkur með sinni nærveru. Flestir fyrirlesarar komu inn á það hversu dulið ofbeldið er og grunnurinn að þeim vanda er sú skömm sem þolendur finna ríkulega fyrir. Þegar rætt er um ofbeldi dettur flestum í hug líkamlegt ofbeldi en það er sú tegund sem er mest áberandi, þ.e. þolendur bera þess oft merki. Það ætti kannski að gefa til kynna að auðveldara sé að takast á við það en því miður reynist það erfitt þar sem þolendur þurfa í raun að kæra gerandann til að lögregla bregðist við. Þeir eru hins vegar mjög tregir til þess sökum tengsla við gerandann, sem oftast er þeim nátengdur. Annað sem kom fram er að andlegt ofbeldi er mun algengara en við gerum okkur grein fyrir. Þolendur bera ekki augljós merki þess og því erfiðara fyrir utanaðkomandi að átta sig á slíku. Sama gildir um þessa tegund ofbeldis að þolendur hafa í fá hús að venda til að ræða vandann. Það veldur því miður einangrun og ýtir undir hana þar sem þolendur loka sig jafnvel inni á sínu heimili. Slík einangrun gerir það að verkum að aðstæður þolanda versna enn frekar þar sem ofbeldi þrífst best í þöggun. Þriðja tegund ofbeldis og hugsanlega það algengasta er fjárhagslegt ofbeldi. Það fer oft þannig fram að þolanda er stjórnað af börnum hans eða öðrum ættingjum varðandi útgjöld. Reynt er að hafa áhrif á hvað er keypt, með áherslu á það sem ekki skal kaupa eða leyfa sér og einnig eru gerendur að þiggja peningagjafir og banna að sagt sé frá. Í sumum tilfellum eru þeir sem aðstoða aldraða ættingja með fjármál að misnota aðgang sinn og millifæra peninga á eigin reikninga. Til viðbótar þessu eru svo fjárhags svik þar sem eldra fólk er platað til að millfæra fjármuni á fölskum forsendum. Hvað er til ráða? Eins og fram kom á málþinginu standa nánast allir ráðþrota sem hafa aðkomu að þessum málum. Ekki eru til skýrir ferlar sem segja til um hvernig skal meðhöndla svona mál og því miður eru þolendur líkamlegs ofbeldis oftast sendir heim aftur í ofbeldið. Það er ljóst að grípa verður inn í og búa til úrræði fyrir allar tegundir ofbeldis. Mikilvægt er einnig að búa til úrræði fyrir gerendur því það er þar sem við getum fyrst og fremst stöðvað þennan ósóma. Einn möguleikinn er að í sveitarfélögunum sé sett upp kerfi ekki ósvipað og það kerfi sem er í barnaverndarmálum. Ef upp kemur grunur um ofbeldi þá sé hægt að kalla til starfsmann sveitarfélagsins sem sinnir þessum málum eldri borgara og hann haldi síðan áfram með málið. Einnig er nauðsynlegt að stofnað verði embætti umboðsmanns eldri borgara ekki seinna en strax, sem mun verja hagsmuni eldra fólks, sinna réttargæslu og vinna gegn aldursfordómum. Það er augljóst eftir þetta málþing að vandinn er mikill og á okkar góða landi þrífst þessi ósómi sem er ofbeldi gagnvart þeim sem eru orðnir aldraðir, ekki síður en í öðrum löndum. Við skorum á stjórnvöld, sveitarfélög og hagaðila til að stofna starfshóp sem vinnur að gerð áætlunar um að vinna gegn ofbeldi og finna leiðir til úrbóta í meðferð slíkra mála. Tökum höndum saman, tölum ekki bara um þennan vanda heldur gerum eitthvað róttækt í málunum. Við hjá LEB erum til í þá vinnu. Gerum ævikvöldið ánægjuríkt með brosi og hlýju og tökum saman höndum um að útrýma þessum ósóma. Eldri borgarar eiga það skilið. Höfundar eru formaður og varaformaður LEB.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar