Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar 24. október 2025 07:17 Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Sjá meira
Í dag, 24. október, fagna Sameinuðu þjóðirnar 80 ára afmæli. Þær voru stofnaðar með háleitt en nauðsynlegt markmið í huga: að tryggja frið, mannréttindi og samvinnu þjóða. Þrátt fyrir að áratugir séu nú liðnir frá stofnun Sameinuðu þjóðanna er hlutverk þeirra enn það sama – að stuðla að friðsamlegum samskiptum, skapa traust og tengja saman fólk. Stundum er talað um Sameinuðu þjóðirnar sem fjarlæga stofnun sem tengist okkur hér á landi lítið. Við sjáum sali allsherjarþingsins bregða fyrir í fréttum og heyrum brot úr ræðuhöldum þjóðarleiðtoga en gleymum að ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Sameinuðu þjóðanna snerta daglegt líf okkar með margvíslegum hætti. Alþjóðasamningar, reglur og samvinna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna móta heiminn sem við lifum í. Sem dæmi má nefna að þegar við ferðumst örugg til og frá landinu í flugi er það meðal annars vegna samstarfs ríkja innan Alþjóðaflugmálastofnunarinnar. Bólusetningar, lyfjaöryggi og ráðleggingar um heilsu byggja á starfi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Heimsmarkmiðin eru hluti af íslensku skólastarfi og UNICEF og UN Women vinna að réttindum barna og kvenna, bæði hér heima og á heimsvísu. Það sem gerist á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eru því ekki fjarlægar fréttir heldur hluti af lífsgæðum okkar, öryggi og afkomu. En samtíminn kallar á endurnýjað samtal. Vantraust á alþjóðastofnanir hefur aukist og ljóst að við stöndum frammi fyrir bakslagi í mannréttindamálum, ekki síst þegar kemur að réttindum og öryggi kvenna og minnihlutahópa. Við lifum einnig á tímum öfgakenndra loftslagsbreytinga þar sem flóð og þurrkar hafa áhrif á lífsviðurværi milljóna. Sameinuðu þjóðirnar vinna mikilvægt starf við að tryggja viðnámsþrótt viðkvæmra samfélaga og öryggi íbúa. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um náttúru, þau snúa að réttlæti og framtíð næstu kynslóða. Á sama tíma er gervigreind og stafræn þróun að breyta heiminum afar hratt. Þar gegna Sameinuðu þjóðirnar lykilhlutverki í að tryggja að þróunin komi til með að byggja á mannréttindum og siðferði, að tæknin verði notuð til að efla samstöðu, ekki auka ójöfnuð. Sameinuðu þjóðirnar - hluti af íslensku samfélagi Þegar litið er til þessara áskorana, vaxandi átaka og ofbeldis í heiminum er ekki skrýtið að mörg spyrji sig hvort Sameinuðu þjóðirnar geti raunverulega leyst vandamál heimsins. Raunin er sú að Sameinuðu þjóðirnar leysa ekkert einar og sér. Lausnin felst í því að ríki heims, leiðtogar allra landa og fólkið sem þar býr, vinni í sameiningu að þeim gildum og markmiðum sem stofnunin stendur fyrir. Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur kallað eftir umbótum á gangverki Sameinuðu þjóðanna. Í ræðum sínum hefur hann ítrekað mikilvægi þess að stofnunin taki breytingum í þá átt að raddir almennings, ungs fólks og borgarasamfélagsins fái aukið vægi. Umbætur innan Sameinuðu þjóðanna kalla ekki á niðurrif eða nýja stofnun heldur miklu frekar á að Sameinuðu þjóðirnar þjóni almenningi betur og öðlist þar með dýpri merkingu í hugum og hjörtum fólks um allan heim. Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi tekur slíkt ákall alvarlega og vinnur markvisst að umbótum með því að færa starf Sameinuðu þjóðanna nær fólki hér á landi. Við miðlum fjölbreyttum fréttum af þátttöku Íslands á vettvangi alþjóðamála og þróunarsamvinnu og vinnum með öflugum hópi nemenda og kennara um allt land að framgangi heimsmarkmiðanna. Á afmælisárinu höfum við sett aukinn kraft í að skapa opinn vettvang fyrir samtal milli almennings, frjálsra félagasamtaka, ungs fólks og stjórnvalda um málefni og markmið Sameinuðu þjóðanna í samtíð og framtíð. Sameinuðu þjóðirnar – sterk og lifandi samvinna Á 80 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna er einmitt tími til að líta til baka, en líka til framtíðar. Ef við viljum búa í heimi þar sem friður og samvinna eru leiðarljós, þar sem næstu kynslóðir fá notið mannréttinda, menntunar, virðingar og velsældar þurfum við að leggja okkar af mörkum. Það gerum við með því að taka þátt í samtali um það hvernig heimur er betri heimur, hlusta á hvort annað af virðingu, fræðast og styrkja þær stoðir sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á. Framtíð Sameinuðu þjóðanna ræðst ekki eingöngu í allsherjarþinginu í New York heldur með vilja okkar allra til að vernda þau gildi sem þær voru stofnaðar til að verja. Því Sameinuðu þjóðirnar eru ekki aðeins 80 ára saga, heldur sterk og lifandi samvinna okkar allra til framtíðar. Höfundur er formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun