Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar 24. október 2025 09:01 Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Bryngeir Valdimarsson Grunnskólar Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Sköpun er orð sem við notum oft, en skiljum ekki endilega eins. Margir tengja orðið við listir, myndlist eða tónlist. Í skólastarfi er sköpun hins vegar miklu víðara hugtak. Hún snýst um að láta hugmynd verða að veruleika, að tengja hugsun við verk og að læra með því að gera sjálf. Þegar nemandi fær að skapa lærir hann að hugsa sjálfstætt. Hann þarf að finna lausnir, taka ákvarðanir og bera ábyrgð á eigin vinnu. Það er ekki kennarinn sem segir hvað eigi að gera, heldur leiðbeinir barninu sem prófar, skoðar og lærir af tilrauninni. Í því felst frelsi og ábyrgð. Sköpun er ekki andstæða námsgreina heldur styrkir hún þær. Þegar barn hannar borðspil í stærðfræði, skrifar sögu sem byggir á sagnfræði eða smíðar líkan til að skilja eðlisfræði, þá verður þekkingin lifandi. Sköpun tengir fræðin við raunverulegt líf og það er þá sem nemandinn öðlast dýpri þekkingu á viðfangsefninu. Í skapandi verkefnum fá nemendur að vinna út frá eigin styrkleikum að fjölbreyttum verkefnum. Sumir hugsa í myndum, aðrir í hljóðum eða formum. Einn nemandi skrifar, annar byggir, sá þriðji skipuleggur og sá fjórði heldur utan um hópinn. Allir finna hlutverk. Þannig læra þeir að fjölbreytni er ekki vandamál heldur styrkur. Sköpun hjálpar börnum að takast á við óvissu. Hún kennir þeim að mistök eru ekki endalok heldur hluti af lærdómnum. Það er dýrmæt hæfni í heimi sem breytist hratt. Nemandi sem þorir að prófa nýjar leiðir, getur hugsað út fyrir kassann og unnið með öðrum að lausnum, á auðveldara með að takast á við framtíðina. Þessi hæfni nýtist ekki bara í skólanum heldur í öllu atvinnulífi. Skapandi hugsun er grunnurinn að nýsköpun, þjónustu og þróun. Hún gerir fólk hæft til að sjá tækifæri þar sem aðrir sjá vandamál, og til að vinna með ólíkum sjónarhornum að sameiginlegum lausnum. Fyrirtæki í dag leita ekki bara að fólki sem fylgir fyrirmælum, heldur fólki sem getur hugsað, aðlagast og skapað nýjar leiðir. Kennarar sem vinna með sköpun sjá hvernig áhugi kviknar þegar börn fá að tengja námið við eigin reynslu. Það þarf ekki stór verkefni til, stundum nægir að fá að velja aðferð eða útfærslu. Þegar börn fá að hafa áhrif eykst ábyrgðartilfinningin og trúin á eigin getu. Sköpun í skólum snýst ekki um list eða leik, heldur um lífið sjálft. Hún kennir börnum að sjá, spyrja og finna lausnir. Hún byggir upp seiglu, samvinnu og forvitni, allt það sem samfélagið okkar þarf meira af. Ef við viljum menntun sem skapar framtíð, þurfum við að gefa börnum rými til að skapa hana sjálf. Höfundur er kennari.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun