Meira og betra er líka dýrara Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 10:00 Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Garðbæingar eru ánægðastir allra með þjónustu við barnafjölskyldur í bæjarfélaginu samkvæmt nýjustu þjónustumælingu Gallup. Garðabær skorar þar hæst í sex af þrettán þáttum í samanburði við önnur sveitarfélög, m.a. í þjónustu leikskóla, grunnskóla sem og í heildarþjónustu við íbúa. Samanburður við önnur sveitarfélög sýnir okkur líka að leikskólagjöld eru hæst í Garðabæ. Á Íslandi er heildarkostnaður við eitt barn á leikskóla að meðaltali rúmar tvær milljónir króna á ári. Foreldrar greiða undir 20% af þeim kostnaði, misjafnt á milli sveitarfélaga. Nýlega var því slegið upp að foreldrar í Garðabæ greiddu tæpum 150.000 krónum meira á ári í leikskólagjöld en foreldrar í Reykjavík þar sem leikskólagjöldin eru ódýrust. Það er alveg rétt en setjum málið í stærra samhengi. Það kostar foreldra hátt í eina milljón kr. á ári að vera með barn hjá dagforeldri. Reyndar er það mun ódýrara í Garðabæ þar sem niðurgreiðsla sveitarfélagsins er mun hærri en víðast hvar annars staðar. Foreldrar í Garðabæ greiða því sambærilegt gjald fyrir barn sitt í vist hjá dagforeldri og í leikskóla en með því verða dagforeldrar raunverulegur valkostur. Að öllu jöfnu komast börn 12 mánaða gömul inn í leikskóla í Garðabæ á meðan þau komast um ári seinna inn í leikskóla þar sem gjöldin eru ódýrust. Foreldrar í Reykjavík, sem þurfa vistun fyrir börn sín og nýta sér þjónustu dagforeldra, greiða því hátt í eina milljón kr. fyrir vist hjá dagforeldum árið sem barnið kemst ekki inn í leikskóla. Á sama tíma greiða foreldrar í Garðabæ um 400.000 kr. í leikskólagjöld fyrir árið auk þess sem Garðabær greiðir sinn hlut af kostnaðinum sem er um ein og hálf milljón ár ári. Höfum einnig í huga að Garðabær er í hópi þeirra sveitarfélaga sem innheimta hlutfallslega lægstu skattana af meðaltekjum íbúa sinna á sama tíma og Reykjavík er í hópi þeirra sem taka hlutfallslega mest til sín.Gerum betur Börn í Garðabæ komast að öllu jöfnu inn í leikskólana 12 mánaða gömul og unnið er að því að hafa innritun tvisvar sinnum á ári. Dagforeldrar verða áfram valkostur með niðurgreiðslum sem tryggja að þeir eru raunverulegur valkostur af því að í Garðabæ borga foreldrar jafn mikið til dagforeldra og leikskóla. Stutt er við starfsfólk leikskólanna t.d. með þróunarsjóði sem styrkir innra starf skólanna. Sumaropnanirnar tryggja svo að fjölskyldur velja sjálfar hvenær þeim hentar að fara í sumarfrí. Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Við eigum að gefa í frekar en að draga úr. Eitt er víst: lægri leikskólagjöld munu á endanum alltaf lenda á skólunum sjálfum og bitna þar með á gæðum starfsins, starfsfólki og þar með leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra. Það er lítið mál að bjóða upp á ódýrari þjónustu ef þjónustan er lítil og minni en það sem borið er saman við. Í Garðabæ munum við kappkosta við það að veita íbúum í Garðabæ áfram góða þjónustu.Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar