Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar 24. október 2025 07:47 „Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun