Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar 24. október 2025 07:47 „Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennafrídagurinn Kvennaverkfall Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eruð þið alltaf að tala um karlastörf og kvennastörf? Er ekki starf bara starf?“ spurði þátttakandi á námskeiði um starfagreiningar og virðismat starfa. Spurningin kemur reglulega upp og er fullkomlega skiljanleg. Á yfirborðinu virðist kyn ekki eiga að skipta máli í samfélagi þar sem ábyrgð, skyldur og kröfur til fólks í starfi eru í dag sambærilegar, óháð kyni. En þrátt fyrir miklar framfarir erum við ekki enn komin á þann stað að kyn skipti engu máli þegar kemur að launum. Kynbundinn launamunur, konum í óhag, er enn til staðar, hvort sem litið er til atvinnutekna, óleiðréttra eða leiðréttra launa. Rannsóknir sýna jafnframt að þegar konur verða meirihluti í ákveðinni starfstétt lækkar virði hennar og þar með launin. Launamunur kynjanna tengist því ekki einstaklingunum sjálfum eða eðli starfa, heldur samfélagslegu virðismati á störfum eftir kyni. Virðismat samfélagsins Hagstofa Íslands hefur bent á að kynskiptur vinnumarkaður sé meginorsök kynbundins launamunar, að karlar og konur starfa að jafnaði í ólíkum störfum og atvinnugreinum, og þau störf sem konur sinna eru almennt metin lægra. Á Íslandi höfum við þó löngum verið sammála um og lögfest meginregluna, að greiða skuli jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf. En þá vaknar spurningin: Hvernig vitum við hvaða störf eru jafn verðmæt? Það kann að virðast flókið, en það er hægt. Virðismat starfa felst í því að greina hvaða kröfur starf gerir til starfsfólks, til dæmis um þekkingu, ábyrgð, álag og vinnuumhverfi, og meta þær með hlutlægum og málefnalegum viðmiðum sem hafa verið þróuð með hliðsjón af jafnrétti og fjölbreytileika á vinnumarkaði. Þannig má bera saman störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun endurspegli raunverulegt virði, ekki kynbundin viðhorf. Slíkt matskerfi hefur verið notað hér á landi um áratuga skeið, meðal annars hjá sveitarfélögum, og Alþjóðavinnumálastofnunin hefur sett fram skýrar leiðbeiningar til að styðja við framkvæmdina. Baráttan heldur áfram Jafnlaunastofa vinnur daglega að því að styðja vinnuveitendur í þessari vinnu – með fræðslu, þróun virðismatskerfa og ráðgjöf um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Í dag, þegar fimmtíu ár eru liðin frá Kvennafrídeginum þar sem konur á Íslandi lögðu niður störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags síns, er mikilvægt að draga fram hvernig hægt sé að vinna gegn kynbundnum launamun. Á Jafnlaunastofu reynum við að draga fram áður ósýnilega þætti og meta. Því það sem mælist ekki, breytist ekki. Virðismat starfa gerir okkur kleift að sjá hið ósýnilega, að meta störf á sanngjarnan hátt og tryggja að laun séu byggð á verðmæti, ekki kyni. Við á Jafnlaunastofu ætlum ekki að gefast upp fyrr en jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf eru ekki lengur baráttumál heldur sjálfsögð staðreynd. Höfundar eru starfsfólk Jafnlaunastofu og er greinin skrifuð í tilefni 50 ára afmælis Kvennafrídagsins. Alma Mjöll Ómarsdóttir Auður Lilja Erlingsdóttir Bjarni Þóroddsson Bryndís Guðmundsdóttir Daníel E. Arnarsson Helena Björk Bjarkadóttir Helga Björg O. Ragnarsdóttir Isabel Alejandra Díaz María Björk Lárusdóttir Ragnheiður Davíðsdóttir Rósa Björk Bergþórsdóttir Sigríður Finnbogadóttir Silja Snædal Steinvör Laufey Jónsdóttir
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun