Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2025 12:18 Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun