Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar 24. október 2025 12:18 Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Kvennafrídagurinn Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú er 50 ára afmæli kvennaverkfallsins. Konur og kvár eiga að safnast saman í bænum og fagna sigri og berjast fyrir restinni af réttindinum sem vantar uppá. Ja, með smá caveat samt. Er fólk eins og ég velkomið? Ég íhugaði að fara í bæinn í dag, verandi jafnréttissinni og kona. En í vikunni sat ég og horfði á fréttir og heyrði þar hluti í sambandi við þennan dag sem ég hef heyrt svo oft áður. ‘Já en er ekki jafnrétti náð? Er nokkuð eftir til að berjast fyrir?’. Hugsaði að kannski ekki fyrir hana, enda eru fréttakonur réttar konur. Hlustaði svo á viðtal við konu í sem talaði um hversu mikilvægt það væri að stefna að jafnrétti kvenna, en samt að sinna auðvitað lagalegri skyldu sinni líka þrátt fyrir kvennaverkfall. Þetta sagði hún sem hefur sjálf hunsað ítrekaðar tilraunir mínar til að fá jafnrétti og rétt minn innan stofnunar hennar. Spari orð í mótsögn við hversdags gjörðir. Ætti ég í bæinn? Af því þær konur sem ég ber ómælda virðingu fyrir verða ekki þar fremstar. Það yrðu hinar, elítu konurnar sem eru svo góðar að þær þurfa ekki að virða neitt einasta ‚nei‘, þurfa ekki að hlusta á ‚ég vil þetta ekki‘ eða ‚hættu‘. Hljómar það eins og eitthvað? Nei, af því þær eru konur, og konur eru alltaf góðar. Þegar ég veit að fyrrnefnda konan verður þarna og hætta á fleirum af hennar líkum. Ég vil heldur ekki eiga það á hættu að heyra einn ráðherra tala um það hvað bæði konur og kvár ættu skilið meiri réttindi. Ekki mín réttindi auðvitað, það lærði ég á þessu ári. Ég velti fyrir mér hversu upplífgandi þessi ‚samstöðufundur‘ gæti orðið vitandi að þar yrðu konur sem telja mig varla vera mennska veru. Kannski líka karl kollegar þeirra sem hafa gert hið sama. Þær yrðu allar þarna að fagna sínum réttindum meðan þær neita mér um mín. Hvernig get ég verið velkomin meðal kvenna sem velja að kvelja? Eða þeirra sem horfa uppá það og segja ekkert? Gera ekkert? Þær eru þó nokkrar. Sumar jafnvel skyldmenni. Það er sárast. Konur sem hafa óendanlega samúð með ókunnum í fjölmiðlum, enga fyrir nágranna eða ættingja. Ef þú veist að þú sért ekki örugg fyrir ‚liðsfélögum‘ þá er samstöðunni sjálfhætt. Engin ferð í miðbæinn fyrir mig. Mér hefur hvort eð er ekki verið leyft að vera með sem jöfn manneskja hingað til. Það af konum til jafns við karlanna. Ertu nógu flott til að fá að vera? Með þessu öllu meina ég ekki að ‚konur eru konum verstar‘ eða álíka bull. Það er fullt af raunverulega góðum konum á Íslandi. Þær eru bara ekki þær sem fá að ákveða mikilvæga hluti. Þær eru hinar. Þær eru nauðsynlegar í augum samfélagsins, en ekki mikilvægar. Þessar sem þarf aldrei að hlusta á. Af því þær fara ekki með vald. Samt hafa þær konur aldrei dregið mína reynslu í efa ólíkt fínu konunum, ‚góðu‘ konunum. Jafnréttið er ekki fyrir þær neitt frekar en mig. Ekki frekar en karlmannanna sem eru af og í sömu stöðu. Sem ég heyri skrímslavædda fyrir kyn sitt en jafnvel ennþá meira fyrir samfélagsstöðu og skort á menntun. Enn það má auðvitað ekki kvarta, af því við erum svo heppnar. Ísland er svo gott land. Það má ekki kvarta yfir mismun á Íslandi af því við gætum verið í Afganistan! Sem er, þegar rangar konur kvarta undan órétti, eina annað landið í heiminum. Engin Danmörk, ekki nein Svíþjóð til, bara Afganistan. Heppin, þú vesalingur að vera ekki þar. Þegar Lilja Rós Bláklukka, venjuleg stelpa úr Garðabæ af hrút venjulegum verkalýðsættum (lesist: 3 kynslóðir af læknum, lögfræðingum, arkitektum og auðvitað einn og einn ráðherra) verður fyrir misrétti eða er neitað um sín réttindi þá hins vegar er það hneyksli! Skandall! Þá skyndilega er Svíþjóð til sem samanburðar land. Af því á endanum snýst þetta um stétt. Hversu fín kona ertu? Ertu nógu fín kona til að fá að vera manneskja? Fínu konurnar eru ekkert betri en fínu karlmennirnir. Ef eitthvað er þá finnst þeim jafnvel auðveldara að bregðast öðrum konum af því auðvitað geta feministar ekki mismunað konum. Ef þú, kæra kona, tilheyrir röngum minnihlutahópi, eða ert bara ekki nógu rétt eintak af þeim minnihlutahópi þá bara er alveg til að þú verðir skilin eftir. Nema þú sért fræg, það getur verið nóg fyrir þær, enda skilja þær að frægir eru alltaf fólk, ekki hlutir. Samstaða? Ekki sem ég hef séð, ekki sem ég hef heyrt af. Sumir sitja eftir, og þeir sem nú þegar hafa fengið virðast ansi gjarnir á að draga tröppurnar upp eftir að þeir eru komnir í góða stöðu svo þeir þurfi ekki að deila réttindum. Skiptir máli hvort sá sem neitar mér um jafnan rétt og mismunar mér er karl eða kona? Auðvitað ekki fyrir mér. En það er bara af því ég raunverulega trúi á jafnrétti. Trúir þú á raunverulegt lagalegt jafnrétti? Fyrir alla? Í raun, ekki bara í orði? Ég þori, ég vil, en ég get ekki. Ekki ein. Það er alltaf einhver ‚góð(ur)‘ sem kemur í veg fyrir það. Höfundur er kona sem myndi líka vilja fá að vera með í jafnrétti kvenna.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun