Körfubolti

LeBron leiddi Lakers til sigurs í endurkomunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var léttur, ljúfur og kátur í nótt.
LeBron var léttur, ljúfur og kátur í nótt. vísir/getty
LeBron James snéri aftur í liði LA Lakers í nótt og fór mikinn er Lakers lagði nágranna sína í Clippers í framlengdum leik.

James skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 9 stoðsendingar í leiknum. Fínasta endurkoma eftir að hafa misst af 17 síðustu leikjum liðsins en hann spilaði síðast á jóladag.

Það mátti þó sjá að hinn 34 ára gamli James var ekki alveg 100 prósent og hann veigraði sér við að sækja á körfuna. Hann fer sér hægt og veit hvað hann ræður við hverju sinni.





Joel Embiid og Ben Simmons skoruðu báðir 26 stig fyrir Philadelphia sem vann gríðarlega sterkan útisigur á Golden State en meistararnir voru búnir að vinna ellefu leiki í röð.





Steph Curry verður ekki sakaður um að hafa ekki lagt sitt af mörkum fyrir Golden State því hann skoraði 41 stig í leiknum og setti niður 10 af 18 þriggja stiga skotum sínum.





Úrslit:

Detroit-Dallas  92-89

Orlando-Indiana  107-100

Toronto-Milwaukee  92-105

San Antonio-Brooklyn  117-114

Golden State-Philadelphia  104-113

LA Clippers-LA Lakers 120-123 (e. frl.)

Staðan í NBA-deildinni.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×