Hversdagssaga Þorvaldur Gylfason skrifar 7. febrúar 2019 07:00 Reykjavík – Saga þjóðar hvílir á þrem meginstoðum. Fyrsta stoðin er sagan eins og sagnfræðingar skrá hana skv. skrifuðum heimildum, einkum stjórnmála- og menningarsaga og persónusaga – oftast af sjónarhóli þeirra sem mest máttu sín. Næsta stoð er sagan eins og hún horfir við skáldum og fræðimönnum. Nærtækt dæmi er Íslendingasögur sem nútímamenn skoða yfirleitt sem skáldverk í samræmi við bókfestukenninguna frekar en sem annála.Þriðja stoðin þéttir söguna Fyrsta stoðin stóð ein lengi vel. Önnur stoðin, framlag skáldanna, reis varla í vitund manna að heitið geti fyrr en á 19. öld þegar bókfestukenningin ýtti sagnfestu til hliðar, kenningunni um Íslendingasögur sem sannsögulegar heimildir. Þriðja stoðin er félagssagan, stundum nefnd hversdagssaga, alþýðusaga fólks sem hvergi komst á blað í hefðbundinni sagnfræði. Þessi þriðja stoð reis ekki að ráði fyrr en á níunda áratug 20. aldar með aukinni lýðræðisvitund almennings. Hér er átt við sögur venjulegs fólks í dagsins önn, fólks sem kemur yfirleitt hvergi við sögu sagnfræðinganna og yfirleitt ekki heldur skáldanna. Frásagnir þessa fólks fylla og þétta þjóðarsöguna, bregða nýrri birtu á hana og breyta stefnu hennar og inntaki. Sagnfræðingar tóku að gefa slíku efni meiri gaum eftir því sem traust almennings til yfirvalda tók að dvína eftir 1980. Þá steig fram fleira fólk en áður til að segja sögu sína. Þetta er helzta burðarstoð íslenzkrar sjálfsævisöguritunar. Frásagnir alþýðufólks hafa lengi lifað með þjóðinni þótt þær yrðu ekki viðfangsefni sagnfræðinga fyrr en undir lok 20. aldar. Sjálfsbókmenntirnar stóðu á gömlum merg persónusögu sem flokka má sem þjóðlegan fróðleik. Þegar félagssagan ruddi sér til rúms komu sagnfræðingar um síðir auga á þennan merkilega hluta menningararfsins og tóku að nýta hann til að rannsaka sögu alþýðunnar. Fyrir þann tíma var litið á slíkt efni sem skemmtibókmenntir sem ættu lítið erindi við vísindi.Sjaldgæf innsýn Á fyrri tíð þegar sagan var fyrst og síðast saga þeirra sem mest máttu sín komust aðrir ekki á blað, t.d. konur. Það gerðist t.d. ekki fyrr en 2012 að út var gefin Dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923 í bókaröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í Háskóla Íslands á veg og vanda af ásamt Má Jónssyni og Davíð Ólafssyni samstarfsmönnum sínum. Elka hafði frá ýmsu að segja sem ella hefði fallið í gleymsku, t.d. um Spænsku veikina, fullveldisfagnaðinn 1. desember 1918, fundi Bókmenntafélagsins og stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar. Frásögn hennar komst ekki á þrykk fyrr en alþýðusagan fékk byr undir vængi seint á 20. öld. Í bókaflokknum Merkir Íslendingar (sex bindi, 1947-1957) eru 96 ritgerðir um enn fleiri karla; ég segi „enn fleiri“ því tvær ritgerðirnar fjalla um feðga. Aðrar bækur af sama toga eru m.a. sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar Í verum (1941), bók Gísla Jónssonar alþingismanns Frá foreldrum mínum. Íslensk baráttusaga (1966) og ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar rithöfundar frá 1974, saga alþýðumanns sem mátti frá ungum aldri berjast fyrir lífi sínu og móður sinnar frá degi til dags. Önnur markverð dæmi eru dagbækur alþýðuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi, sjálfsævisaga Tryggva Emilssonar Fátækt fólk (1976-1979) og minningabækur Hannesar Sigfússonar skálds Flökkulíf (1981) og Framhaldslíf förumanns (1985). Enn eitt fróðlegt dæmi er Bræður af Ströndum þar sem dagbækur tveggja bræðra, bréf og annað efni veita sjaldgæfa innsýn í daglegt líf fólks á ofanverðri 19. öld undir leiðsögn Sigurðar Gylfa Magnússonar. Margar aðrar bækur misvel þekktra höfunda mætti nefna auk mikils fjölda sjálfsævisagna þjóðþekktra karla og kvenna.Sjónarhóll hagnýtrar sagnfræði Bækur sem þessar, sögur fólks sem sagnfræði með gamla laginu horfir fram hjá, birtast enn, stundum aðallega til heimabrúks. Arngrímur Sigurðsson kennari birti Hver ein tíð: Minningavefur einnar aldar (þrjú bindi, 2004). Nýrra dæmi er Jón og Jóna frá 2017, saga Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar læknis og konu hans Jónu Halldóru Bjarnadóttur eftir Kristínu Jónsdóttur. Of lítið er gefið út af slíkum bókum af sjónarhóli hagnýtrar sagnfræði, e.t.v. af því að höfundarnir sjálfir, fjölskyldur þeirra eða útgefendur treysta ekki á áhuga óvandabundins fólks á slíkum sögum, vanmeta gildi þeirra og telja efnið því ekki eiga erindi út fyrir raðir fjölskyldunnar. Því kann margt gott efni að koma fyrir sjónir færra fólks en vert væri. Mikils er um vert að sagnfræðingar og aðrir vinni skipulega úr birtum sem óbirtum endurminningum, sjálfsævisögum, samtalsbókum, bréfum, dagbókum og skráðum svörum við spurningalistum Þjóðminjasafnsins þar sem hefur verið safnað saman miklu efni um hversdagsmenningu íslenzkrar alþýðu s.l. 150 ár. Slíkar heimildir eru verðmæt uppspretta vitneskju um liðna tíð handa þeim sem vilja kynnast högum ekki bara höfðingjanna heldur einnig venjulegs fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Saga þjóðar hvílir á þrem meginstoðum. Fyrsta stoðin er sagan eins og sagnfræðingar skrá hana skv. skrifuðum heimildum, einkum stjórnmála- og menningarsaga og persónusaga – oftast af sjónarhóli þeirra sem mest máttu sín. Næsta stoð er sagan eins og hún horfir við skáldum og fræðimönnum. Nærtækt dæmi er Íslendingasögur sem nútímamenn skoða yfirleitt sem skáldverk í samræmi við bókfestukenninguna frekar en sem annála.Þriðja stoðin þéttir söguna Fyrsta stoðin stóð ein lengi vel. Önnur stoðin, framlag skáldanna, reis varla í vitund manna að heitið geti fyrr en á 19. öld þegar bókfestukenningin ýtti sagnfestu til hliðar, kenningunni um Íslendingasögur sem sannsögulegar heimildir. Þriðja stoðin er félagssagan, stundum nefnd hversdagssaga, alþýðusaga fólks sem hvergi komst á blað í hefðbundinni sagnfræði. Þessi þriðja stoð reis ekki að ráði fyrr en á níunda áratug 20. aldar með aukinni lýðræðisvitund almennings. Hér er átt við sögur venjulegs fólks í dagsins önn, fólks sem kemur yfirleitt hvergi við sögu sagnfræðinganna og yfirleitt ekki heldur skáldanna. Frásagnir þessa fólks fylla og þétta þjóðarsöguna, bregða nýrri birtu á hana og breyta stefnu hennar og inntaki. Sagnfræðingar tóku að gefa slíku efni meiri gaum eftir því sem traust almennings til yfirvalda tók að dvína eftir 1980. Þá steig fram fleira fólk en áður til að segja sögu sína. Þetta er helzta burðarstoð íslenzkrar sjálfsævisöguritunar. Frásagnir alþýðufólks hafa lengi lifað með þjóðinni þótt þær yrðu ekki viðfangsefni sagnfræðinga fyrr en undir lok 20. aldar. Sjálfsbókmenntirnar stóðu á gömlum merg persónusögu sem flokka má sem þjóðlegan fróðleik. Þegar félagssagan ruddi sér til rúms komu sagnfræðingar um síðir auga á þennan merkilega hluta menningararfsins og tóku að nýta hann til að rannsaka sögu alþýðunnar. Fyrir þann tíma var litið á slíkt efni sem skemmtibókmenntir sem ættu lítið erindi við vísindi.Sjaldgæf innsýn Á fyrri tíð þegar sagan var fyrst og síðast saga þeirra sem mest máttu sín komust aðrir ekki á blað, t.d. konur. Það gerðist t.d. ekki fyrr en 2012 að út var gefin Dagbók Elku Björnsdóttur verkakonu í Reykjavík frá árunum 1915-1923 í bókaröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem Sigurður Gylfi Magnússon prófessor í Háskóla Íslands á veg og vanda af ásamt Má Jónssyni og Davíð Ólafssyni samstarfsmönnum sínum. Elka hafði frá ýmsu að segja sem ella hefði fallið í gleymsku, t.d. um Spænsku veikina, fullveldisfagnaðinn 1. desember 1918, fundi Bókmenntafélagsins og stofnun verkakvennafélagsins Framsóknar. Frásögn hennar komst ekki á þrykk fyrr en alþýðusagan fékk byr undir vængi seint á 20. öld. Í bókaflokknum Merkir Íslendingar (sex bindi, 1947-1957) eru 96 ritgerðir um enn fleiri karla; ég segi „enn fleiri“ því tvær ritgerðirnar fjalla um feðga. Aðrar bækur af sama toga eru m.a. sjálfsævisaga Theódórs Friðrikssonar rithöfundar Í verum (1941), bók Gísla Jónssonar alþingismanns Frá foreldrum mínum. Íslensk baráttusaga (1966) og ævisaga Hafsteins Sigurbjarnarsonar rithöfundar frá 1974, saga alþýðumanns sem mátti frá ungum aldri berjast fyrir lífi sínu og móður sinnar frá degi til dags. Önnur markverð dæmi eru dagbækur alþýðuskáldsins Magnúsar Hj. Magnússonar, sem var fyrirmynd Halldórs Laxness að Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi í Heimsljósi, sjálfsævisaga Tryggva Emilssonar Fátækt fólk (1976-1979) og minningabækur Hannesar Sigfússonar skálds Flökkulíf (1981) og Framhaldslíf förumanns (1985). Enn eitt fróðlegt dæmi er Bræður af Ströndum þar sem dagbækur tveggja bræðra, bréf og annað efni veita sjaldgæfa innsýn í daglegt líf fólks á ofanverðri 19. öld undir leiðsögn Sigurðar Gylfa Magnússonar. Margar aðrar bækur misvel þekktra höfunda mætti nefna auk mikils fjölda sjálfsævisagna þjóðþekktra karla og kvenna.Sjónarhóll hagnýtrar sagnfræði Bækur sem þessar, sögur fólks sem sagnfræði með gamla laginu horfir fram hjá, birtast enn, stundum aðallega til heimabrúks. Arngrímur Sigurðsson kennari birti Hver ein tíð: Minningavefur einnar aldar (þrjú bindi, 2004). Nýrra dæmi er Jón og Jóna frá 2017, saga Jóns Hjaltalíns Gunnlaugssonar læknis og konu hans Jónu Halldóru Bjarnadóttur eftir Kristínu Jónsdóttur. Of lítið er gefið út af slíkum bókum af sjónarhóli hagnýtrar sagnfræði, e.t.v. af því að höfundarnir sjálfir, fjölskyldur þeirra eða útgefendur treysta ekki á áhuga óvandabundins fólks á slíkum sögum, vanmeta gildi þeirra og telja efnið því ekki eiga erindi út fyrir raðir fjölskyldunnar. Því kann margt gott efni að koma fyrir sjónir færra fólks en vert væri. Mikils er um vert að sagnfræðingar og aðrir vinni skipulega úr birtum sem óbirtum endurminningum, sjálfsævisögum, samtalsbókum, bréfum, dagbókum og skráðum svörum við spurningalistum Þjóðminjasafnsins þar sem hefur verið safnað saman miklu efni um hversdagsmenningu íslenzkrar alþýðu s.l. 150 ár. Slíkar heimildir eru verðmæt uppspretta vitneskju um liðna tíð handa þeim sem vilja kynnast högum ekki bara höfðingjanna heldur einnig venjulegs fólks.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun