Körfubolti

Hefur hækkað sig um tuttugu í framlagi í tveimur leikjum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kiana Johnson.
Kiana Johnson. Vísir/Daníel
KR-ingurinn Kiana Johnson sprengdi alla framlagsmæla með frammistöðu sinni í sigri KR-liðsins á Blikum í Smáranum í gærkvöldi.

Kiana Johnson endaði leikinn með 50 stig, 16 fráköst, 10 stoðsendingar og 5 stolna bolar en framlag hennar var upp á 68 stig sem er ótrúleg tala.

Kiana Johnson var frábær í leiknum á undan en hún fékk 45 framlagsstig fyrir frammistöðu sína í sigri á Snæfelli þar sem hún var með 28 stig, 9 fráköst, 8 stoðsendingar og 7 stolna bolta.

Kiana hefur nú hækkað sig um tuttugu í framlagi í tveimur leikjum í röð.

Hún var með 20 framlagsstig í leik á móti Val 23. janúar, 25 framlagsstigum meira í næsta leik á móti Snæfelli (45) og svo 23 framlagsstigum meira á móti Blikum (68).

Kiana Johnson er með 31,9 framlagsstig að meðaltali í leik í vetur en leikurinn í gær var fjórði leikur hennar með meira en 40 framlagsstig og sá níundi með meira en 30 framlagsstig.

 

Framlag Kiönu Johnson í síðustu þremur leikjum:



20 framlagsstig í tapi fyrir Val 23. janúar

(21 stig - 6 fráköst - 6 stoðsendingar - 2 stolnir)

45 framlagsstig í sigri á Snæfelli 31. janúar

(28 stig - 9 fráköst - 8 stoðsendingar - 7 stolnir)

68 framlagsstig í sigri á Breiðablik 6. febrúar 2019

(50 stig - 16 fráköst - 10 stoðsendingar - 5 stolnir)



Hæsta framlag Kiönu Johnson í einum leik í Domino´s deild kvenna í vetur:

68 í sigri á Breiðabliki 6. febrúar 2019

47 í sigri á Haukum 9. janúar 2019

47 í tapi fyrir Keflavík 7. nóvember 2018

45 í sigri á Snæfelli 30. janúar 2019

39 í sigri á Keflavík 5. janúar 2019

36 í sigri á Breiðabliki 24. október 2018

34 í sigri á Breiðabliki 12. desember 2018

32 í sigri á Val 17. október 2018

31 í sigri á Haukum 10. nóvember 2018




Fleiri fréttir

Sjá meira


×