Nú er komið að okkur Þorvaldur Gylfason skrifar 24. janúar 2019 07:00 Reykjavík – Algengast er í lífi manna að hver búi að sínu. Það er reglan. Menn hafast ólíkt að og bera mismikið úr býtum. Yfirleitt skeyta menn mest um eigin hag og minna um aðra. Börn þekkja þetta: Þeim farnast jafnan betur í félagi við ástríka foreldra en í umsjón óvandabundins fólks. Samt skeytum við flest um annað fólk. Við finnum til með þeim sem höllum fæti standa, bæði samfélagið og einstaklingarnir hver og einn. Skattgreiðslur efnafólks eru víða notaðar skv. lögum til að standa straum af þjónustu handa þeim sem minna mega sín. Margir láta af fúsum vilja fé af hendi rakna til fátækra. Flestir fara betur með eigið fé en annarra þar eð sjálfs þykir höndin hollust þótt nær væri að hafa það heldur á hinn veginn. Í þessum eðlismun eru fólgnir almennir kostir heilbrigðs einkaframtaks umfram ríkisrekstur nema þegar algild rök hníga að ríkisafskiptum, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum, samgöngum o.fl. Í fullkomnum heimi myndu menn hvorki gera upp á milli eigin barna og annarra né heldur milli eigin fjár og annarra. Almannavaldinu er ætlað að jafna metin svo að einkahagur og almannahagur geti farið saman. Listin er að draga þar mörkin milli einkaframtaks og almannahagsmuna, milli fólks og fyrirtækja og milli samfélagshópa að flestir geti vel við unað og haldið friðinn. Og þá er ég kominn að efni máls míns.Þegar hlutföllin raskast Skipting auðs og tekna milli manna og hópa hefur allajafna engin umtalsverð áhrif á samninga um kaup og kjör á vinnumarkaði. Þar er almenna reglan sú að hvert verklýðsfélag semur við vinnuveitendur fyrir hönd umbjóðenda sinna án þess að horfa til annarra hópa að því gefnu að atvinnulífið, tekjuskiptingin og launahlutföllin hafi haldizt í sæmilega föstum skorðum svo sem algengast er. Þá dugir flestum launþegum að miða kaupkröfur sínar við eigin afköst, þróun fyrri ára og ástand efnahagslífsins. Raskist launahlutföll verulega á þessi regla þó ekki lengur við því þá finnst mörgum launþegum eðlilegt að reyna að rétta sinn hlut gagnvart öðrum. Menn meta afkomu sína ekki aðeins í ljósi eigin tekna og eigna þegar allt kemur til alls heldur einnig í samanburði við aðra, einkum ef hlutföllin raskast verulega og einkum og sér í lagi ef tilteknir hópar – t.d. embættismenn, forstjórar, stjórnmálamenn – ryðjast fram fyrir aðra. Ef laun lækna hækka til muna sækjast hjúkrunarfræðingar eftir hliðstæðri hækkun. Sama á við um flugmenn og flugfreyjur o.s.frv. Einmitt þetta hefur gerzt undangengin ár. Því hljóta launþegar nú að krefjast leiðréttingar umfram þau viðmið sem vinnuveitendur og ríkisstjórnin hafa lagt til grundvallar og gert sér vonir um.Hvernig gat þetta gerzt? Vinnuveitendur fóru fram úr sér og einnig ríkið, umsvifamesti vinnuveitandinn. Hæstráðendur sóttu sér fyrirmyndir út í heim þar sem forstjóralaun, einkum í Bandaríkjunum, hafa undangengin ár hækkað langt umfram venjuleg laun án þess að forstjórarnir hafi nokkuð til þess unnið. Enda eru laun þeirra að miklu leyti sjálftekin þar eð forstjórarnir sitja gjarnan í stjórnum fyrirtækja hver hjá öðrum. Kjararáð bætti gráu ofan á svart hér heima með því að hækka laun alþingismanna og æðstu embættismanna upp úr öllu valdi. Ábyrgðin á aðsteðjandi vinnudeilum hvílir á sjálftökusveitum vinnuveitenda og ríkisstjórninni sem leyfa sér samt að segja nú við launþega að þeim beri að sætta sig við hóflega hækkun launa til að halda verðbólgunni í skefjum. Launþegar sætta sig ekki við slíkan yfirgang. Kennedy Bandaríkjaforseti varaði við ójafnaðarmönnum með þessum orðum: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: Mitt er mitt, við semjum um hitt.“Í fullum rétti Hvað gerist ef launþegar knýja fram svipaðar kjarabætur og embættismenn, forstjórar og stjórnmálamenn hafa skammtað sjálfum sér beint eða óbeint? Launþegasamtökin hafa málið í hendi sér. Óbreytt vinnulöggjöf frá 1938 tryggir þeim sömu skilyrði, sama vald og áður til að leggja vinnuveitendum lífsreglurnar ellegar lama efnahagslífið með víðtækum verkföllum líkt og stundum áður á fyrri tíð. Alþýðusambandið felldi m.a.s. ríkisstjórn Hermanns Jónassonar frá völdum 1958 að heita má. Hví skyldu launþegasamtökin undir nýrri samheldinni forustu ekki neyta lags og velgja ríkisstjórn sem þau telja óvinveitta undir uggum? Þau eru í fullum rétti þegar þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, geta þau sagt, svo ég vitni enn til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Fari launþegar fram á umtalsverða kauphækkun til að rétta hlut sinn má telja víst að verðbólgan aukist og gengi krónunnar falli með gamla laginu. Þar eð fyrirkomulag verðtryggingar er enn óbreytt mun höfuðstóll verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi Austurvöllur fyllast aftur af fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorvaldur Gylfason Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Algengast er í lífi manna að hver búi að sínu. Það er reglan. Menn hafast ólíkt að og bera mismikið úr býtum. Yfirleitt skeyta menn mest um eigin hag og minna um aðra. Börn þekkja þetta: Þeim farnast jafnan betur í félagi við ástríka foreldra en í umsjón óvandabundins fólks. Samt skeytum við flest um annað fólk. Við finnum til með þeim sem höllum fæti standa, bæði samfélagið og einstaklingarnir hver og einn. Skattgreiðslur efnafólks eru víða notaðar skv. lögum til að standa straum af þjónustu handa þeim sem minna mega sín. Margir láta af fúsum vilja fé af hendi rakna til fátækra. Flestir fara betur með eigið fé en annarra þar eð sjálfs þykir höndin hollust þótt nær væri að hafa það heldur á hinn veginn. Í þessum eðlismun eru fólgnir almennir kostir heilbrigðs einkaframtaks umfram ríkisrekstur nema þegar algild rök hníga að ríkisafskiptum, t.d. í heilbrigðis- og menntamálum, samgöngum o.fl. Í fullkomnum heimi myndu menn hvorki gera upp á milli eigin barna og annarra né heldur milli eigin fjár og annarra. Almannavaldinu er ætlað að jafna metin svo að einkahagur og almannahagur geti farið saman. Listin er að draga þar mörkin milli einkaframtaks og almannahagsmuna, milli fólks og fyrirtækja og milli samfélagshópa að flestir geti vel við unað og haldið friðinn. Og þá er ég kominn að efni máls míns.Þegar hlutföllin raskast Skipting auðs og tekna milli manna og hópa hefur allajafna engin umtalsverð áhrif á samninga um kaup og kjör á vinnumarkaði. Þar er almenna reglan sú að hvert verklýðsfélag semur við vinnuveitendur fyrir hönd umbjóðenda sinna án þess að horfa til annarra hópa að því gefnu að atvinnulífið, tekjuskiptingin og launahlutföllin hafi haldizt í sæmilega föstum skorðum svo sem algengast er. Þá dugir flestum launþegum að miða kaupkröfur sínar við eigin afköst, þróun fyrri ára og ástand efnahagslífsins. Raskist launahlutföll verulega á þessi regla þó ekki lengur við því þá finnst mörgum launþegum eðlilegt að reyna að rétta sinn hlut gagnvart öðrum. Menn meta afkomu sína ekki aðeins í ljósi eigin tekna og eigna þegar allt kemur til alls heldur einnig í samanburði við aðra, einkum ef hlutföllin raskast verulega og einkum og sér í lagi ef tilteknir hópar – t.d. embættismenn, forstjórar, stjórnmálamenn – ryðjast fram fyrir aðra. Ef laun lækna hækka til muna sækjast hjúkrunarfræðingar eftir hliðstæðri hækkun. Sama á við um flugmenn og flugfreyjur o.s.frv. Einmitt þetta hefur gerzt undangengin ár. Því hljóta launþegar nú að krefjast leiðréttingar umfram þau viðmið sem vinnuveitendur og ríkisstjórnin hafa lagt til grundvallar og gert sér vonir um.Hvernig gat þetta gerzt? Vinnuveitendur fóru fram úr sér og einnig ríkið, umsvifamesti vinnuveitandinn. Hæstráðendur sóttu sér fyrirmyndir út í heim þar sem forstjóralaun, einkum í Bandaríkjunum, hafa undangengin ár hækkað langt umfram venjuleg laun án þess að forstjórarnir hafi nokkuð til þess unnið. Enda eru laun þeirra að miklu leyti sjálftekin þar eð forstjórarnir sitja gjarnan í stjórnum fyrirtækja hver hjá öðrum. Kjararáð bætti gráu ofan á svart hér heima með því að hækka laun alþingismanna og æðstu embættismanna upp úr öllu valdi. Ábyrgðin á aðsteðjandi vinnudeilum hvílir á sjálftökusveitum vinnuveitenda og ríkisstjórninni sem leyfa sér samt að segja nú við launþega að þeim beri að sætta sig við hóflega hækkun launa til að halda verðbólgunni í skefjum. Launþegar sætta sig ekki við slíkan yfirgang. Kennedy Bandaríkjaforseti varaði við ójafnaðarmönnum með þessum orðum: „Það er ekki hægt að semja við menn sem segja: Mitt er mitt, við semjum um hitt.“Í fullum rétti Hvað gerist ef launþegar knýja fram svipaðar kjarabætur og embættismenn, forstjórar og stjórnmálamenn hafa skammtað sjálfum sér beint eða óbeint? Launþegasamtökin hafa málið í hendi sér. Óbreytt vinnulöggjöf frá 1938 tryggir þeim sömu skilyrði, sama vald og áður til að leggja vinnuveitendum lífsreglurnar ellegar lama efnahagslífið með víðtækum verkföllum líkt og stundum áður á fyrri tíð. Alþýðusambandið felldi m.a.s. ríkisstjórn Hermanns Jónassonar frá völdum 1958 að heita má. Hví skyldu launþegasamtökin undir nýrri samheldinni forustu ekki neyta lags og velgja ríkisstjórn sem þau telja óvinveitta undir uggum? Þau eru í fullum rétti þegar þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, geta þau sagt, svo ég vitni enn til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Fari launþegar fram á umtalsverða kauphækkun til að rétta hlut sinn má telja víst að verðbólgan aukist og gengi krónunnar falli með gamla laginu. Þar eð fyrirkomulag verðtryggingar er enn óbreytt mun höfuðstóll verðtryggðra lána þá hækka. Skyldi Austurvöllur fyllast aftur af fólki?
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun