Koma svo Vegagerð - Mýrdalshreppur kallar! Einar Freyr Elínarson skrifar 26. janúar 2019 19:30 Í janúar árið 2012 keyrðu að meðaltali 292 bílar á dag um veginn norðan Reynisfjalls, rétt áður en komið er til Víkur. Í janúar árið 2018 keyrðu 1.301 bíll sama veg að meðaltali á dag. Það er aukning um 445% á aðeins sex árum. Í mars 2018 var meðaltalsumferð á dag meiri heldur en hún var yfir hásumar árið 2014, breyting á aðeins 4 árum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er búinn að leggja línurnar. Hann hefur ítrekað talað fyrir sömu leið til þess að tryggja sem best umferðaröryggi á þjóðvegi 1 um Mýrdal líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur gert. Sú leið er nýr láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur um umferðaraukningu og þrátt fyrir skýr skilaboð samgönguráðherra þá er Vegagerðin enn við sama heygarðshornið. Í stað þess að standa með okkur heimamönnum í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi þá er enn og aftur reynt að bregða fyrir okkur fæti. Þau skilaboð berast úr Vegagerðinni að mikilvægt sé að gera nýjan veg upp Gatnabrún og ætlast þeir til að fá til þess tæpan hálfan milljarð á árinu 2021. Það er fyrir löngu búið að taka þennan slag hér í sveitarfélaginu og tími til kominn að ákveðnir starfsmenn Vegagerðarinnar kyngi því að þeirri leið sem þeir vildu fara var hafnað, enda ákváðu heimamenn framtíðarlausn í stað skammtímaplásturs. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ekki og mun aldrei leggjast gegn eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi á Gatnabrún. Þegar sveitarstjórn leggur til að fjármunum verði í staðinn ráðstafað í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi við veginn í gegnum Víkurþorp og í Gatnabrún og til þess að hefja umhverfismat framkvæmda við nýjan láglendisveg um Mýrdal, þá leyfa aðilar innan Vegagerðarinnar sér að leka því út að sveitarfélagið sé að afþakka 450 milljónir í vegbætur. Því er hér með vísað á bug. Starfsmenn Vegagerðarinnar leyfa sér að tala í þá átt að brýnt sé að ráðast í 450 milljóna framkvæmd til þess að bjarga mannslífum. Það er líka þvættingur sem vísað er til föðurhúsanna. Þetta er ekkert annað en tilraun til þess að koma í veg fyrir nýjan veg um Mýrdal. Sá vegur verður margfalt hagkvæmari, hann verður margfalt öruggari og þegar uppi er staðið verður hann líka ódýrari og umhverfisvænni. Það er fyrir löngu komið nóg af því að starfsmenn Vegagerðarinnar standi í endalausri pólitík gegn sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Við krefjumst þess að skipulagsvald okkar sé virt og skipulögðu niðurrifsstarfi gegn okkar stefnumótun verði hætt. Rétt væri að Vegagerðin fylgdi eigin leiðbeiningum en í bækling sem hún gaf út um þjóðvegi í þéttbýli segir orðrétt: „Í aðalatriðum má segja að tvær megin leiðir séu farnar til að leysa þessi vandamál, annars vegar að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið og hins vegar að bæta aðstæður á veginum um þéttbýlið“. Þau vandamál sem vísað er til og listuð eru upp vegna þess að þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli eiga öll við um þjóðveg 1 sem þverar Víkurþorp. Vegstæðið býður upp á afskaplega takmarkaðar lagfæringar á núverandi stað og sannarlega engar sem telja má sem framtíðarlausn. Það liggur því fyrir að eina lausnin er að vegurinn verði færður út fyrir þéttbýlið. Það er lausn sem við leggjum til og ef Vegagerðin væri samkvæm sjálfri sér þá væri það líka lausn sem þeir styddu. Það er furðulegt að sú skuli ekki vera raunin. Auk þess er löngu orðið tímabært að við fáum almennilega vetrarþjónustu á þjóðveginum hérna og það sama á við um nágranna okkar í Skaftárhreppi. Það eru ítrekað skörp skil á þjóðveginum við Þorvaldseyri þar sem keyrt er í austur er ekið af marauðum vegi yfir á svellbunka. Það er eins og menn trúi því varla að allur sá fjöldi rúta sem hér fer um sé nokkuð annað en brjálæðisleg ímyndun okkar sem búa á svæðinu. Það er tími til kominn að brugðist verði við þessu af alvöru í stað þess að við séum látin bíða með hjartað í buxunum eigandi von á rútuslysi í hvert skipti sem hér verða veðrabrigði. Þetta er áskorun til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra að hún leiðrétti nú kúrsinn hjá Vegagerðinni. Verandi tiltölulega ný í starfi ber hún ekki ábyrgð á því hvernig komið er fyrir samskiptum milli Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps en ábyrgðin er hennar að þau verði bætt. Við ættum að vera að vinna saman að raunverulegum vegbótum. Til þess erum við fullkomlega reiðubúin og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Freyr Elínarson Skoðun Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Í janúar árið 2012 keyrðu að meðaltali 292 bílar á dag um veginn norðan Reynisfjalls, rétt áður en komið er til Víkur. Í janúar árið 2018 keyrðu 1.301 bíll sama veg að meðaltali á dag. Það er aukning um 445% á aðeins sex árum. Í mars 2018 var meðaltalsumferð á dag meiri heldur en hún var yfir hásumar árið 2014, breyting á aðeins 4 árum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er búinn að leggja línurnar. Hann hefur ítrekað talað fyrir sömu leið til þess að tryggja sem best umferðaröryggi á þjóðvegi 1 um Mýrdal líkt og sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur gert. Sú leið er nýr láglendisvegur með göngum í gegnum Reynisfjall. Þrátt fyrir þessar sláandi tölur um umferðaraukningu og þrátt fyrir skýr skilaboð samgönguráðherra þá er Vegagerðin enn við sama heygarðshornið. Í stað þess að standa með okkur heimamönnum í baráttunni fyrir bættu umferðaröryggi þá er enn og aftur reynt að bregða fyrir okkur fæti. Þau skilaboð berast úr Vegagerðinni að mikilvægt sé að gera nýjan veg upp Gatnabrún og ætlast þeir til að fá til þess tæpan hálfan milljarð á árinu 2021. Það er fyrir löngu búið að taka þennan slag hér í sveitarfélaginu og tími til kominn að ákveðnir starfsmenn Vegagerðarinnar kyngi því að þeirri leið sem þeir vildu fara var hafnað, enda ákváðu heimamenn framtíðarlausn í stað skammtímaplásturs. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ekki og mun aldrei leggjast gegn eðlilegu og nauðsynlegu viðhaldi á Gatnabrún. Þegar sveitarstjórn leggur til að fjármunum verði í staðinn ráðstafað í aðgerðir til að bæta umferðaröryggi við veginn í gegnum Víkurþorp og í Gatnabrún og til þess að hefja umhverfismat framkvæmda við nýjan láglendisveg um Mýrdal, þá leyfa aðilar innan Vegagerðarinnar sér að leka því út að sveitarfélagið sé að afþakka 450 milljónir í vegbætur. Því er hér með vísað á bug. Starfsmenn Vegagerðarinnar leyfa sér að tala í þá átt að brýnt sé að ráðast í 450 milljóna framkvæmd til þess að bjarga mannslífum. Það er líka þvættingur sem vísað er til föðurhúsanna. Þetta er ekkert annað en tilraun til þess að koma í veg fyrir nýjan veg um Mýrdal. Sá vegur verður margfalt hagkvæmari, hann verður margfalt öruggari og þegar uppi er staðið verður hann líka ódýrari og umhverfisvænni. Það er fyrir löngu komið nóg af því að starfsmenn Vegagerðarinnar standi í endalausri pólitík gegn sveitarfélaginu Mýrdalshreppi. Við krefjumst þess að skipulagsvald okkar sé virt og skipulögðu niðurrifsstarfi gegn okkar stefnumótun verði hætt. Rétt væri að Vegagerðin fylgdi eigin leiðbeiningum en í bækling sem hún gaf út um þjóðvegi í þéttbýli segir orðrétt: „Í aðalatriðum má segja að tvær megin leiðir séu farnar til að leysa þessi vandamál, annars vegar að færa þjóðveginn út fyrir þéttbýlið og hins vegar að bæta aðstæður á veginum um þéttbýlið“. Þau vandamál sem vísað er til og listuð eru upp vegna þess að þjóðvegur liggur í gegnum þéttbýli eiga öll við um þjóðveg 1 sem þverar Víkurþorp. Vegstæðið býður upp á afskaplega takmarkaðar lagfæringar á núverandi stað og sannarlega engar sem telja má sem framtíðarlausn. Það liggur því fyrir að eina lausnin er að vegurinn verði færður út fyrir þéttbýlið. Það er lausn sem við leggjum til og ef Vegagerðin væri samkvæm sjálfri sér þá væri það líka lausn sem þeir styddu. Það er furðulegt að sú skuli ekki vera raunin. Auk þess er löngu orðið tímabært að við fáum almennilega vetrarþjónustu á þjóðveginum hérna og það sama á við um nágranna okkar í Skaftárhreppi. Það eru ítrekað skörp skil á þjóðveginum við Þorvaldseyri þar sem keyrt er í austur er ekið af marauðum vegi yfir á svellbunka. Það er eins og menn trúi því varla að allur sá fjöldi rúta sem hér fer um sé nokkuð annað en brjálæðisleg ímyndun okkar sem búa á svæðinu. Það er tími til kominn að brugðist verði við þessu af alvöru í stað þess að við séum látin bíða með hjartað í buxunum eigandi von á rútuslysi í hvert skipti sem hér verða veðrabrigði. Þetta er áskorun til Bergþóru Þorkelsdóttur vegamálastjóra að hún leiðrétti nú kúrsinn hjá Vegagerðinni. Verandi tiltölulega ný í starfi ber hún ekki ábyrgð á því hvernig komið er fyrir samskiptum milli Vegagerðarinnar og Mýrdalshrepps en ábyrgðin er hennar að þau verði bætt. Við ættum að vera að vinna saman að raunverulegum vegbótum. Til þess erum við fullkomlega reiðubúin og vonumst eftir góðu samstarfi í framtíðinni. Einar Freyr Elínarson Oddviti Mýrdalshrepps
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar