Þriggja metra skítaskán Sif Sigmarsdóttir skrifar 19. janúar 2019 07:30 Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinkona mín hér í London vandi dóttur sína af bleiu ekki alls fyrir löngu. Nýverið eignaðist vinkonan son. Breytt heimsmynd fór fyrir brjóstið á þeirri stuttu. Hún var ekki lengur þungamiðja veraldarinnar heldur hafði móðir hennar nú öðrum hnöppum að hneppa – aðra rassa að skeina. Vinkona mín sat í sófanum og gaf syni sínum brjóst þegar dóttirin bar upp kröfu: „Mamma, komdu að leika við mig.“ „Ekki strax. Litli bróðir er að borða.“ Málamiðlun var óásættanleg. Sú stutta dró sig í keng, varð eldrauð í framan og með kreppta hnefa kúkaði hún í buxurnar. Margra vikna herferð var hafin. Í hvert sinn sem móðirin brást ekki við óskum stúlkunnar strax gerði sú yngri í brækurnar. Eitt sinn voru móðir og börn stödd úti á róló. Stelpan klifraði upp þriggja metra langa rennibraut á meðan mamman sat á bekk og gaf bróður hennar brjóst. „Mamma, komdu að renna með mér,“ hrópaði stelpan þar sem hún stóð efst í rennibrautinni. „Ekki strax.“ Það þurfti ekki að spyrja að því. Sú stutta dró sig í keng. Mamman vissi samstundis hvaða skilaboð biðu hennar í brókum dótturinnar. En dóttirin hafði fleira til málanna að leggja. Hún settist niður. Því næst þaut hún niður rennibrautina á rassinum. Eftir endilangri brautinni lá þriggja metra löng skán. Móðirin rauk upp. Skömmustuleg skreið hún eftir rennibrautinni og þurrkaði burt ummerki óánægju dóttur sinnar með blautþurrkum á meðan róló-gestir horfðu á. Dóttir vinkonu minnar er ekki sú eina hér í Bretlandi sem situr í skítnum.Corbyn með matvinnsluvél Brexit-raunir Breta náðu hámarki í vikunni. Útgöngusamningur Theresu May var kolfelldur í breska þinginu. Bretar eru í djúpum skít. Útganga Breta úr Evrópusambandinu er einn sjálfhverfasti gjörningur síðan Narkissos sá spegilmynd sína í vatnsfleti og varð svo ástfanginn að hann sat og glápti á sjálfan sig uns hann veslaðist upp og dó. Þetta hófst allt á því að veikgeðja leiðtogar Breska íhaldsflokksins lofuðu þjóðaratkvæðagreiðslu til að verja eigið fylgi gegn uppgangi and-Evrópuflokksins UKIP. Og enn snýst Brexit um Íhaldsflokkinn. Furðufugla-armur flokksins heimtar „hart Brexit“ og leiðir heila þjóð, blindur eftir áratuga langt hugmyndafræðilegt runk, fram af klettabrún sem hann lofar að endi í háttvísum Downton Abbey þætti. Ekki er stjórnarandstaðan minna upptekin af eigin spegilmynd. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, heldur að hann sé staddur í sögunni um Salómon konung sem tekur á móti tveimur konum er báðar segjast vera móðir sama barns. Þegar konungur, til að kanna móðurást kvennanna, leggur til að hann höggvi barnið í tvennt réttir Corbyn kóngi matvinnsluvél: „Gerðu það sem þú vilt við þetta barn svo lengi sem boðað verður til kosninga.“ Evrópusinnar allra flokka sparka loks vígreifir í spilaborgina hrópandi „rasistar, rasistar“, á barmi þess að tryggja að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar verði hunsuð. Í leiðinni renna þeir stoðum undir þá kenningu að allt það fólk sem sagðist hafa kosið Brexit vegna þess að því fannst það utangátta í samfélagi sem stýrt er af alls ráðandi elítu, sama hvernig kosningar fara, var kannski ekki haldið ofsóknaræði eftir allt saman.Veröld sem aldrei var Dóttir vinkonu minnar kúkaði í buxurnar í baráttu fyrir fortíð sem aldrei var og framtíð sem aldrei yrði; veröld þar sem sólin og móðir hennar snerust kringum hana eina. Það skipti ekki máli þótt allir sætu í skítnum – hún sjálf, móðir hennar, hinir krakkarnir á rólónum. Óþægindin voru ásættanleg fórn fyrir ástina á eigin spegilmynd. Stjórnmálamenn Bretlands eru eins og smábarn sem kúkar á sig. Þeir munu sitja með okkur hinum í skítnum. En þeir eru of uppteknir við að dást að eigin spegilmynd til að taka eftir því. Sú stutta er komin aftur í bleiu. Ef aðeins væri hægt að setja stjórnmálamenn í bleiu.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun