Martröð Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 15. desember 2018 11:00 Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Theresa May fór enn eina fýluferðina til Brussel í vikunni. Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna virðast harðir á því að gefa ekki frekar eftir í samningum við Breta um útgöngu. Valið virðist snúast um samning May, sem hún hefur heykst á að leggja fyrir þingið, eða alls engan samning. Flestir eru sammála um að útgöngu án samnings beri að forðast með öllum tiltækum ráðum. Samkvæmt spá Englandsbanka myndi slík niðurstaða valda efnahagslegum hamförum, mun verri en í bankakrísunni 2008. Bankinn telur að hagvöxtur myndi dragast saman um 8 prósent á einni nóttu, sterlingspundið myndi hríðfalla og eignaverð sömuleiðis. Meðan ekkert annað er í hendi verður þessi niðurstaða hins vegar líklegri með hverjum deginum sem líður. Ljóst var að May hefði aldrei komið samningnum í núverandi mynd gegnum þingið. Þess vegna hætti hún við. Síðan hefur forsætisráðherrann sigrast á vantrauststillögu frá samflokksmönnum sínum, en að öðru leyti er ekkert breytt. Samningurinn er enn sá sami, og ekki gott að segja hvers vegna þingmenn ættu að samþykkja hann nú frekar en áður. Staða May er því gríðarlega þröng. Einhverjir þingmanna berjast fyrir því að Bretar gangi í Evrópska efnahagssvæðið. En hví ætti stórþjóð eins og Bretland að samþykkja skyldu til að taka við lögum ESB án þess að hafa nokkuð um það að segja? Varla snýst hugmyndin um Brexit um að hafa enn minna að segja um eigin örlög. Enn aðrir vilja svokallaða Kanadaleið, það er að segja víðfeðman fríverslunarsamning við ESB. Slíkt tekur hins vegar ár og jafnvel áratugi að semja um. Erfitt er að sjá hvaða lausn er fólgin í því á þessari stundu. Tíminn er einfaldlega að renna út. Draumurinn um Brexit er að breytast í martröð. Forsætisráðherrann virðist engin tromp hafa á hendi. Þingið veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga. Sannleikurinn er sá að Brexit atkvæðagreiðslan fór fram án þess að nægar upplýsingar lægju fyrir um hvað tæki við. Útgöngusinnar lugu þjóðina fulla og gengust við því strax að kvöldi kjördags. Þetta var lygilega ljótur leikur sem margt hófsamt fólk varaði við með góðum rökum – ekki síst ábyrg flokkssystkin Theresu May, sem nú situr í súpunni. Nú er að koma í ljóst hvað felst í Brexit. Alger ringulreið að því er virðist. Er ekki kominn tími til að Bretar fái aftur að segja álit sitt á málinu þegar helstu forsendur liggja fyrir? Það er eina sjáanlega leiðin til að höggva á þann óleysanlega hnút sem stjórnmálamönnunum hefur tekist að hnýta.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun