Loksins ný landgræðslulög Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ný heildarlög um landgræðslu voru samþykkt á Alþingi í seinustu viku og marka tímamót. Þau leysa af hólmi löggjöf sem var orðin 53 ára gömul og margoft hafði verið reynt að endurskoða. Ánægjulegt er að breytingar hafi loksins náð í gegn. Í nýju lögunum er tryggð aukin vernd og sjálfbær nýting jarðvegs og gróðurs og endurheimt vistkerfa. Þetta er afar mikilvægt. Sjálfbær landnýting er leiðarstef í lögunum og til að stuðla að henni er kveðið á um reglulegt mat á ástandi lands og árangri landgræðslustarfsins, að sett skuli viðmið um sjálfbæra landnýtingu og að unnin skuli áætlun um úrbætur þar sem landnýting er ekki sjálfbær. Ákvörðun ítölu í beitiland skal nú taka mið af leiðbeiningum og viðmiðum um sjálfbæra landnýtingu sem sett eru samkvæmt landgræðslulögum. Einnig er í nýju lögunum ákvæði um að sérstaka aðgát skuli sýna til að lágmarka rask á gróðri og jarðvegi og að leitast skuli við að bæta fyrir það með endurheimt sambærilegra vistkerfa.Aukin þátttaka almennings Verulegar breytingar hafa orðið á löggjöf og alþjóðasamningum á sviði umhverfismála síðan fyrri lögin voru sett árið 1965, ekki síst hvað varðar aðkomu og þátttöku almennings og er þeim nýju ætlað að mæta því. Ný lög um náttúruvernd, skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum hafa tekið gildi, auk þess sem Ísland hefur gerst aðili að alþjóðasamningum eins og Loftslagssáttmálanum, samningi um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og samningi um varnir gegn eyðimerkurmyndun. Nýju lögin hafa að markmiði að auka þátttöku almennings og hagsmunaaðila í landgræðslustarfinu. Þau kveða m.a. á um gerð landgræðsluáætlunar og svæðisáætlana sem unnar verða í víðtæku samráði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því að fyrstu lög um landgræðslu – sem þá hét sandgræðsla – voru sett árið 1907. Lögin sem nú hafa verið samþykkt marka vatnaskil í afar mikilvægum málaflokki.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar