Kristófer: Verðum bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust Árni Jóhannsson skrifar 29. nóvember 2018 22:25 Gormafætur Kristófers hafa skilað ófáum troðslunum vísir/daníel Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“ Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Kristófer Acox skilaði ágætis framlagi komandi af bekknum í kvöld þegar Ísland tapaði fyrir Belgíu í forkeppni Eurobasket 2021. Hann var sammála blaðamanni að sóknarleikurinn hefði þurft að ganga betur til að Ísland hefði átt möguleika á sigri. „Við byrjuðum mjög vel og vorum að setja skotin okkar niður þá og náðum góðum sprett. Síðan vorum við að fá fullt af góðum skotum sem duttu ekki á meðan þeir hittu fáránlega vel. Við klikkuðum svo á einföldum atriðum varnarlega og Belgar eru með það gott lið að þeir sjá það strax og refsa okkur fyrir það. Við vorum samt í hörkuleik í alveg 38 mínútur en missum þetta pínulítið frá okkur í lokin en við verðum bara að finna það jákvæða úr þessum leik og halda ótrauðir áfram“. „Það var mjög erfitt að fá nánast alltaf þrist í smettið þegar við vorum að ná sprettunum okkar. Við vorum að klóra í bakkann í lokin og þá erum við að klikka á þessum atriðum sem við eigum að hafa einbeitinguna á en við erum kannski orðnir þreyttir enda búnir að elta mjög lengi. Það fer mikill kraftur og orka í það og þá gleymum við okkur varnarlega og allar skytturnar þeirra nýtta það vel að fá galopin skot þegar við vorum að hjálpa á sterku hliðinni. Það var alltaf það sem gerðist þannig að þeir náðu að slíta sig í sundur frá okkur. 13 stiga munur segir ekki alla sögu leiksins“. Kristófer var líka á því að liðið hafi saknað Martins Hermannssonar, Hauks Helga Pálsson og jafnvel Kára Jónssonar en þeir hafa verið að standa sig vel með sínum liðum en meiddust rétt fyrir landsleikjahlé. „Að sjálfsögðu, sérstaklega sóknarlega og varnarlega líka, þetta er bara sagan hans Hauks en hann hefur verið að meiðast rétt fyrir landsleikina. Við vonandi fáum þá alla bara heila í næsta verkefni“. Kristófer var þá spurður út í framhaldið í riðlinum en það er orðið erfitt fyrir Íslendinga að vinna riðilinn. „Framtíðin er klárlega björt en við erum ennþá inn í þessum riðli þannig að við eru ekki að fara í næstu leiki eins og einhverjar æfingaleiki. Við förum í leikina til að vinna upp þann mismun sem við höfum verið að tapa með í þessum tveim leikjum, við ætlum ekkert að gefast upp og höldum áfram. Við erum alls ekki þekktir fyrir að gefast upp en það getur allt gerst enn þá þó við séum komnir með bakið upp við vegginn. Það eru enn tveir leikir eftir og við getum alveg tekið Portúgal með meira en þremur stigum og svo verðum við bara að fara til Belgíu og gera allt vitlaust.“
Körfubolti Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00 Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Belgia 66-79 | Gekk ekki sem skyldi hjá Íslandi Strákarnir okkar sýndu á köflum hrikalega góðan varnarleik en hefðu þurft að fá körfur í kjölfarið til að halda Belgunum nær. 29. nóvember 2018 22:00
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum