Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:30 vísir/anton KR-ingar tóku á móti Grindvíkingum á Meistaravöllum í kvöld í jöfnum og spennandi leik, sem endaði með 120-112 sigri heimamanna eftir framlengingu. Heimamenn voru að hitta afar vel fyrir utan framan af leik en hvorugu liðinu tókst þó að ná afgerandi forystu og skiptust raunar á að hafa hana nær allan leikinn. Grindvíkingar léku án DeAndre Kane í kvöld sem þurfti að fara snemma í jólafrí af persónulegum ástæðum. Þeir söknuðu hans klárlega á báðum endum vallarins. Eftir góða byrjun heimamanna komust gestirnir í betri takt og voru skrefinu á undan í hálfleik, staðan 46-48. Jordan Aboudou lokaði þriðja leikhluta á tuði þar sem honum fannst á honum brotið og fékk tæknivillu að launum og svo aðra og var það með útlilokaður frá leiknum. KR leiddi fyrir lokaleikhlutann, 68-65. Þeir virtust svo ætla að sigla fram úr Grindvíkingum endanlega en sveiflurnar í leiknum héldu áfram allt til loka. Daniel Mortensen fékk svo sína fimmtu villu þegar um fjórar mínútur lifðu leiks og Grindvíkingar þurftu því að klára leikinn algjörlega miðherjalausir. Tveir stórir þristar frá Oddi og Vali Orra komu Grindvíkingum fjórum stigum yfir en það dugði ekki til. Lokamínúturnar voru rafmagnaðar þar sem hvorugt liðið neitaði að gefast upp. Devon Thomas fór í vont skot og KR-ingar tóku í kjölfarið leikhlé í stöðunni 95-95 með sex sekúndur á klukkunni. Garic fékk fínt skot til að klára leikinn en boltinn rúllaði upp úr og því þurfti að framlengja. Þar reyndust heimamenn sterkari sem þarf ekki að koma neinum á óvart enda Grindvíkingar orðnir ansi fáliðaðir og með enga hæð í teignum til að tala um. Lokatölur 120-112 og KR-ingar fara inn í jólafríið með góða jólagjöf. Atvik leiksins Undir lok þriðja leikluta fékk Jordan Aboudou tvær tæknivillur og lét þar með reka sig út úr húsi. Fimmta villan á Daniel Mortensen undir lokin var líka risastórt augnablik í leiknum en þessi tvö atvik gerðu það að verkum að Grindvíkingar spiluðu í raun aðeins á fimm leikmönnum undir lokin og var augljóslega töluvert af þeim dregið. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri Árnason var frábær fyrir KR í kvöld. Skilaði 30 stigum og virtist stundum hreinlega leika sér að því að dansa balletspor í kringum varnarmenn Grindavíkur. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hlóð svo í þrefalda tvennu, 24 stig, ellefu stig og tólf fráköst. Devon Thomas og Daniel Mortensen fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga í kvöld. Á móti kemur að Thomas tók nokkrar slæmar ákvarðarnir í lokin í skotvali og Mortensen gat ekki klárað leikinn. Það er ýmist í ökkla eða eyra í þessu. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Aron Rúnarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson voru á flautunum í kvöld og flautuðu ansi mikið í þær. Grindvíkingum fannst halla töluvert á sig í dómgæslunni og munu eflaust gefa dómurunum falleinkunn fyrir kvöldið. Erfiður leikur að dæma að mörgu leyti og vafalaust margt sem hefði mátt betur fara þegar farið verður yfir hann á vídjófundi hjá tríóinu. Stemming og umgjörð Þrátt fyrir að blaðamaður sé búinn að klukka eitthvað norðan við 150 körfuboltaleiki í umfjöllun þá var þetta fyrsta heimsókn hans á Meistaravelli þar sem hann situr í blaðamannastúkunni. Umgjörðin í kvöld að mestu leyti til fyrirmyndar hjá KR-ingum. Bras á klukkunni framan af leik en það kemur fyrir á bestu bæjum. Það leit ekki út fyrir góða mætingu en það rættist vel úr henni eftir því sem nær dró leiknum. Frægir á ferð í Vesturbænum létu sig ekki vanta í stúkuna en þar mátti sjá menn eins og Grím Atlason, Hilmar Guðjónsson, Ingólf Hannesson, Róbert Gunnarsson, Darra Frey Atlason og að sjálfsögðu Kolbein Tuma Daðason og Val Pál Eiríksson. Sannkallaður stjörnufans á Meistaravöllum í kvöld! Viðtöl Jakob Örn: „Komnir með þrjá leiki í röð og eitthvað til að byggja á“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir fullyrðingu blaðamanns um að þetta hafi verið sætur sigur. „Að sjálfsögðu, bara hörkuleikur og mjög ánægjulegt að ná að klára þetta. Erfiður leikur, mjög jafnt í lokin og mikið fram og til baka. Hrikalega sáttur með strákana og að þeir hafa gefið sig alla í þetta.“ Það hlýtur að vera góð jólagjöf að fara inn í leikinn með þennan sigur í farteskinu? „Ánægjulegt bara að fara inn í jólin loksins með nokkra sigurleiki í röð. Ég hef talað um það áður að við höfum verið að vinna og svo tapa og verið svolítið fram og til baka. Óskað eftir meiri stöðugleika þegar við erum að spila. Núna erum við komnir með þrjá leiki í röð og eitthvað til að byggja á og ég er að sjálfsögðu gríðarlega ánægður með það.“ „Mér finnst við vera á réttri leið. Mér finnst liðið vera á réttri leið og við að bæta okkur og þróa okkar leikstíl. Orðnir betri í því að finna hvað hentar hverju sinni eftir því hverjir eru inn á vellinum.“ Jakob var sáttur með nýja leikmanninn, Jason Gigliotti, og hans innkomu í liðið. „Bara mjög vel miðað við fáar æfingar og allt það. Hann kemur með svolítið aðra dýnamík fyrir okkur inn í leikinn. Hann er sterkur og stór og frákastar rosa vel. Skorar í kringum körfuna. Hann er svolítið öðruvísi en leikmennirnir sem við erum með. Reynum að nýta það þegar hann er inn á vellinum og okkur tókst það vel sérstaklega hérna í seinni hálfleik þegar hann var með Daniel á sér með fjórar villur. Við fórum inn á hann og hann kláraði vel í kringum körfuna. Þannig að ég er mjög sáttur með hans framlag hérna í fyrsta leik. Gerði allt sem við báðum um.“ Má ekki kalla þetta karaktersigur svona í ljósi sögunnar? „Við höfum verið í rosalega mörgum jöfnum leikjum í vetur. Bara mjög sterkt að klára svona jafnan leik hér á heimavelli. Við erum nýbúnir að tapa akkúrat svona leik á móti ÍR. Að ná að komast yfir það og ná að læra af því og gera betur og klára leikinn, bara mjög ánægður með það.“ Hann var þó ekki alveg viss um að það mætti fullyrða að allt væri á uppleið í KR núna. „Allt og allt. Það er mikið eftir. Við þurfum að þróa og verða töluvert betri ef við ætlum að ná þessum liðum sem eru í toppnum. Við erum ekki alveg þar eins og er en við erum að taka skref í rétta átt. Mér finnst liðið vera að trenda þangað en það er mikil vinna eftir.“ Bónus-deild karla KR UMF Grindavík
KR-ingar tóku á móti Grindvíkingum á Meistaravöllum í kvöld í jöfnum og spennandi leik, sem endaði með 120-112 sigri heimamanna eftir framlengingu. Heimamenn voru að hitta afar vel fyrir utan framan af leik en hvorugu liðinu tókst þó að ná afgerandi forystu og skiptust raunar á að hafa hana nær allan leikinn. Grindvíkingar léku án DeAndre Kane í kvöld sem þurfti að fara snemma í jólafrí af persónulegum ástæðum. Þeir söknuðu hans klárlega á báðum endum vallarins. Eftir góða byrjun heimamanna komust gestirnir í betri takt og voru skrefinu á undan í hálfleik, staðan 46-48. Jordan Aboudou lokaði þriðja leikhluta á tuði þar sem honum fannst á honum brotið og fékk tæknivillu að launum og svo aðra og var það með útlilokaður frá leiknum. KR leiddi fyrir lokaleikhlutann, 68-65. Þeir virtust svo ætla að sigla fram úr Grindvíkingum endanlega en sveiflurnar í leiknum héldu áfram allt til loka. Daniel Mortensen fékk svo sína fimmtu villu þegar um fjórar mínútur lifðu leiks og Grindvíkingar þurftu því að klára leikinn algjörlega miðherjalausir. Tveir stórir þristar frá Oddi og Vali Orra komu Grindvíkingum fjórum stigum yfir en það dugði ekki til. Lokamínúturnar voru rafmagnaðar þar sem hvorugt liðið neitaði að gefast upp. Devon Thomas fór í vont skot og KR-ingar tóku í kjölfarið leikhlé í stöðunni 95-95 með sex sekúndur á klukkunni. Garic fékk fínt skot til að klára leikinn en boltinn rúllaði upp úr og því þurfti að framlengja. Þar reyndust heimamenn sterkari sem þarf ekki að koma neinum á óvart enda Grindvíkingar orðnir ansi fáliðaðir og með enga hæð í teignum til að tala um. Lokatölur 120-112 og KR-ingar fara inn í jólafríið með góða jólagjöf. Atvik leiksins Undir lok þriðja leikluta fékk Jordan Aboudou tvær tæknivillur og lét þar með reka sig út úr húsi. Fimmta villan á Daniel Mortensen undir lokin var líka risastórt augnablik í leiknum en þessi tvö atvik gerðu það að verkum að Grindvíkingar spiluðu í raun aðeins á fimm leikmönnum undir lokin og var augljóslega töluvert af þeim dregið. Stjörnur og skúrkar Þorvaldur Orri Árnason var frábær fyrir KR í kvöld. Skilaði 30 stigum og virtist stundum hreinlega leika sér að því að dansa balletspor í kringum varnarmenn Grindavíkur. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson hlóð svo í þrefalda tvennu, 24 stig, ellefu stig og tólf fráköst. Devon Thomas og Daniel Mortensen fóru fyrir sóknarleik Grindvíkinga í kvöld. Á móti kemur að Thomas tók nokkrar slæmar ákvarðarnir í lokin í skotvali og Mortensen gat ekki klárað leikinn. Það er ýmist í ökkla eða eyra í þessu. Dómararnir Kristinn Óskarsson, Aron Rúnarsson og Guðmundur Ragnar Björnsson voru á flautunum í kvöld og flautuðu ansi mikið í þær. Grindvíkingum fannst halla töluvert á sig í dómgæslunni og munu eflaust gefa dómurunum falleinkunn fyrir kvöldið. Erfiður leikur að dæma að mörgu leyti og vafalaust margt sem hefði mátt betur fara þegar farið verður yfir hann á vídjófundi hjá tríóinu. Stemming og umgjörð Þrátt fyrir að blaðamaður sé búinn að klukka eitthvað norðan við 150 körfuboltaleiki í umfjöllun þá var þetta fyrsta heimsókn hans á Meistaravelli þar sem hann situr í blaðamannastúkunni. Umgjörðin í kvöld að mestu leyti til fyrirmyndar hjá KR-ingum. Bras á klukkunni framan af leik en það kemur fyrir á bestu bæjum. Það leit ekki út fyrir góða mætingu en það rættist vel úr henni eftir því sem nær dró leiknum. Frægir á ferð í Vesturbænum létu sig ekki vanta í stúkuna en þar mátti sjá menn eins og Grím Atlason, Hilmar Guðjónsson, Ingólf Hannesson, Róbert Gunnarsson, Darra Frey Atlason og að sjálfsögðu Kolbein Tuma Daðason og Val Pál Eiríksson. Sannkallaður stjörnufans á Meistaravöllum í kvöld! Viðtöl Jakob Örn: „Komnir með þrjá leiki í röð og eitthvað til að byggja á“ Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR.Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir fullyrðingu blaðamanns um að þetta hafi verið sætur sigur. „Að sjálfsögðu, bara hörkuleikur og mjög ánægjulegt að ná að klára þetta. Erfiður leikur, mjög jafnt í lokin og mikið fram og til baka. Hrikalega sáttur með strákana og að þeir hafa gefið sig alla í þetta.“ Það hlýtur að vera góð jólagjöf að fara inn í leikinn með þennan sigur í farteskinu? „Ánægjulegt bara að fara inn í jólin loksins með nokkra sigurleiki í röð. Ég hef talað um það áður að við höfum verið að vinna og svo tapa og verið svolítið fram og til baka. Óskað eftir meiri stöðugleika þegar við erum að spila. Núna erum við komnir með þrjá leiki í röð og eitthvað til að byggja á og ég er að sjálfsögðu gríðarlega ánægður með það.“ „Mér finnst við vera á réttri leið. Mér finnst liðið vera á réttri leið og við að bæta okkur og þróa okkar leikstíl. Orðnir betri í því að finna hvað hentar hverju sinni eftir því hverjir eru inn á vellinum.“ Jakob var sáttur með nýja leikmanninn, Jason Gigliotti, og hans innkomu í liðið. „Bara mjög vel miðað við fáar æfingar og allt það. Hann kemur með svolítið aðra dýnamík fyrir okkur inn í leikinn. Hann er sterkur og stór og frákastar rosa vel. Skorar í kringum körfuna. Hann er svolítið öðruvísi en leikmennirnir sem við erum með. Reynum að nýta það þegar hann er inn á vellinum og okkur tókst það vel sérstaklega hérna í seinni hálfleik þegar hann var með Daniel á sér með fjórar villur. Við fórum inn á hann og hann kláraði vel í kringum körfuna. Þannig að ég er mjög sáttur með hans framlag hérna í fyrsta leik. Gerði allt sem við báðum um.“ Má ekki kalla þetta karaktersigur svona í ljósi sögunnar? „Við höfum verið í rosalega mörgum jöfnum leikjum í vetur. Bara mjög sterkt að klára svona jafnan leik hér á heimavelli. Við erum nýbúnir að tapa akkúrat svona leik á móti ÍR. Að ná að komast yfir það og ná að læra af því og gera betur og klára leikinn, bara mjög ánægður með það.“ Hann var þó ekki alveg viss um að það mætti fullyrða að allt væri á uppleið í KR núna. „Allt og allt. Það er mikið eftir. Við þurfum að þróa og verða töluvert betri ef við ætlum að ná þessum liðum sem eru í toppnum. Við erum ekki alveg þar eins og er en við erum að taka skref í rétta átt. Mér finnst liðið vera að trenda þangað en það er mikil vinna eftir.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti