„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. desember 2024 22:03 Viðar Örn Hafsteinsson hrósaði Obi Trotter í hástert eftir leikinn. vísir / Anton brink Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. „Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “ Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira
„Hrikalega ánægður með sigurinn. Jú, þetta er léttir en við höfum áður tapað fjórum leikjum í röð eða þremur,“ sagði Viðar eftir leikinn en Höttur hafði tapað síðustu fjórum leikjum sínum í Bónus-deildinni. „Ég er mest ánægður með hvernig strákarnir börðu sig saman eftir erfiða byrjun. Það kom þetta hjarta og þessi orka sem er frábært. Það þarf eiginlega að koma fyrst og svo er hægt að byggja á hæfileikum í kringum. Þetta er þarna og það birtir til núna.“ Höttur lenti 22-2 undir í fyrsta leikhlutanum og virtust heillum horfnir. Viðar sagðist ekki hafa sagt mikið og hrósaði leikmönnum sínum fyrir þeirra karakter. „Við breyttum aðeins. Spiluðum með minna lið, fleiri bakverði og hlaupa einfaldan leik. Það er örugglega mér að kenna að við lendum svona mikið undir í byrjun, að pæla í taktík og hvað við ætlum að gera.“ „Síðan taka þeir yfir og ég sagði eiginlega ekki neitt nema haldið áfram. Þeir snúa þessu við. Kannski þarf þetta að gerast þannig að ég stígi meiri til hliðar og leyfi mönnum að gera þetta. Þeim líður betur þannig greinilega, í dag að minnsta kosti.“ Viðar sagði sigurtilfinninguna vera góða og gera jólafríið skemmtilegra. „Það er þægilegra að fara í jólafrí núna. Það eru sex eða sjö dagar áður en við hittumst aftur. Einhverjir að hitta fjölskyldur en aðrir fara austur. Það er skemmtilegra að minnsta kosti. Einn sigur og við þurfum að njóta hans. Þessi tilfinning, við þurfum einhvern vegin að leita alltaf eftir henni. Þetta er bara eitthvað blaður, leikmenn og liðsheildin náðu að koma þessu í gegn þó þetta væri ljótt. Hrikalega ánægður með mína menn.“ Þrátt fyrir góða liðsheild Hattar var einn leikmaður sem var fremstur meðal jafningja í kvöld. „Obi Trotter er bara eitthvað annað. Hann er geggjaður. Frábær liðsheild og það komu margir með eitthvað. Auðvitað verðum við að hrósa gamla manninum fyrir þetta.“ Trotter verður 41 árs eftir tæpan mánuð en í fjórða leikhlutanum í kvöld skoraði hann fimm þriggja stiga körfur og átján stig alls. Hann skoraði fjórar fyrstu þriggja stiga körfurnar á aðeins tveimur mínútum og þrettán sekúndum og kom Hetti í forystuna nánast upp á sitt einsdæmi. „Hann kveikir í okkur í fjórða leikhluta, snýr þessu við og setur risa körfur. Geggjaður varnarleikur líka. Við tölum um lið en við þurfum að hrósa einstaklingum líka. Obi Trotter, setjið bara stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa á hann. Þetta er æðislegur maður. “
Bónus-deild karla UMF Álftanes Höttur Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti Fleiri fréttir „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Sjá meira