
UMF Álftanes

Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan.

Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri
Höttur kvaddi úrvalsdeild karla í körfuknattleik að sinni með 99-95 sigri á Álftanesi í kvöld en liðin mættust á Egilsstöðum. Með úrslitunum féll Álftanes niður í sjötta sæti deildarinnar en sæti í úrslitakeppninni var tryggt.

Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum
Ítalinn David Okeke hefur verið einn besti leikmaður Bónus deildar karla í vetur. Hann elskar lífið á Álftanesinu, er nýtrúlofaður og borðar hunang á hliðarlínunni.

„Við reyndum að gera alls konar“
Lárus Jónsson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var auðmjúkur eftir tap gegn Álfnesingum í kvöld sagði andstæðingana einfaldlega hafa verið betra liðið í leiknum sem Þórsarar komust aldrei í takt við.

Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri
Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar er öruggt í úrslitakeppnina en Þór þarf áfram að berjast fyrir sínu sæti.

Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir
Stjörnumenn unnu stórsigur á vængbrotnum nágrönnum sínum í liði Álftaness í kvöld í baráttunni um montréttinn í Garðabæ í Bónus deild karla í körfubolta.

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, var kampakátur með sigur liðsins gegn Tindastóli í 19. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í Kaldalónshöllinni í kvöld.

Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli
Álftanes vann sinn fimmta sigur í röð í Bónus-deild karla í körfubolta þegar liðið lagði topplið deildarinnar, Tindastól, að velli í Kaldalónshöllinni á Álftanesi í kvöld. Leikurinn var liður í 19. umferð deildarinnar en Álftanes hefur nú 20 stig, líkt og Grindavík og Valur í fjörða til sjötta sæti deildarinnar.

Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst
Álftanes auglýsir leik kvöldsins gegn Tindastóli í Bónus deild karla með líklega minnsta skilti sem fyrirfinnst.

GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld.

Ánægðir með nýju blönduna hjá Álftanesliðinu
Það er allt annað yfirbragð fyrir liði Álftaness á nýju ári. Sumir ganga svo langt að tala um nýtt Álftaneslið því áherslurnar hafa breyst það mikið.

Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins
Álftnesningar mættu án NBA leikmannsins síns í Smárann í kvöld en unnu samt dramatískan tveggja stiga sigur á Grindvíkingum á þeirra heimavelli, 94-92.

„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“
Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94.

Kjartan: Við erum að vaða á liðin
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í Bónus deild karla, var kátur með sína menn í kvöld þegar Haukar voru lagði 107-90. Hann var sáttur með andann og það hve meðvitaðir þeir voru um hvað var hægt að laga.

Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda
Álftanes steig stórt skref frá botnbaráttunni og í áttina að úrslitakeppninni með því að leggja Hauka af velli í 17. umferð Bónus deildar karla. Frábær fjórði leikhluti skildi að eftir leik sem var í jafnvægi. Lokatölur 107-90.

GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun?
„Í raun og veru má teikna þetta upp sem svo að þetta sé jafnvel síðasti séns Hauka á að geta talað sig inn á að halda sæti sínu í deildinni,“ segir Pavel Ermolinskij um GAZ-leik kvöldsins í Bónus deild karla í körfunolta þar sem Álftanes tekur á móti Haukum.

Álftnesingar sóttu stóra skyttu
Álftnesingar tilkynntu um komu nýs leikmanns í gærkvöldi. Sá heitir Lukas Palyza og mun leika með Álftanesi út yfirstandandi leiktíð.

Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum
Stjarnan/Álftanes vann í kvöld öruggan 5-1 sigur gegn Víkingi í Reykjavíkurmóti kvenna í knattspyrnu.

„Sem betur fer spilum við innanhúss”
Álftanes mætti í Breiðholtið í kvöld þar sem þeir mættu ÍR í Bónus deild karla. Álftanes vann leikinn 75-94 en þrátt fyrir 19 stiga mun var leikurinn gríðarlega jafn lengi vel. Justin James leikmaður Álftanes átti stórleik þar sem hann gerði 34 stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar.

Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg
ÍR tók á móti Álftanes í Skógarseli í Bónus-deild karla fyrr í kvöld. Þetta var hörkuleikur sem hefði getað farið á báða bóga en á endanum vann Álftanes 75-94 eftir að þeir stækkuðu forskotið töluvert á lokamínútum leiksins.

Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ
Víkingur og Stjarnan/Álftanes mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna í ár en þetta er staðfest á heimasíðu KSÍ.

NBA leikmenn streyma til Íslands en þessi er sá besti
Fyrrverandi NBA-leikmönnum heldur áfram að fjölga í Bónus-deild karla í körfubolta og nú hafa Grindvíkingar fengið reynslubolta til að klára tímabilið með liðinu.

„Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“
Álftanes vann langþráðan sigur í Bónus-deildinni þegar liðið lagði KR í síðustu umferð. Í Bónus Körfuboltakvöldi var rætt um breyttar áherslur í sóknarleik Álftnesinga.

„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“
Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn.

Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi
Álftanes vann KR 111-100 í viðureign liðanna í Kaldalónshöllinni í fimmtándu umferð Bónus deildar karla. Álftanes hafði ekki unnið heimaleik í rúma tvo mánuði og tapað sex af síðustu sjö leikjum fyrir þennan. Tveimur stigum munar nú milli liðanna, KR ofar með fjórtán stig.

Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni
Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfu þetta árið. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100.

Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur
Valur hafði betur 87-81 þegar liðið fékk Álftanes í heimsókn í N1-höllina að Hlíðarenda í 14. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld.

„Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“
Hinn margreyndi Dominykas Milka var til umræðu í þættinum Bónus Körfuboltakvöld í gærkvöldi en hann átti góðan leik þegar Njarðvík vann Álftanes í Bónus-deildinni á fimmtudag.

Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni
Njarðvíkingar sóttu tvö stig í Forsetahöllina í Bónus deild karla í körfubolta með sex stiga sigri á Álftanesi, 75-81. Heimamenn fengu fjölmörg tækifæri til að jafna leikinn undir lokin en taugarnar voru of trekktar.

Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga
Álftanes vann tveggja stiga útisigur gegn Keflavík 87-89. Gestirnir höfðu ekki unnið leik síðan 14. nóvember á síðasta ári svo sigurinn var ansi kærkominn.