„Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Siggeir Ævarsson skrifar 19. desember 2024 21:56 Jóhann Þór þurfti enn einn leikinn að sætta sig við stöngin út frammistöðu Vísir/Hulda Margrét Grindvíkingar máttu sætta sig við 120-112 tap gegn KR í framlengdum leik í kvöld en Grindvíkingar kláruðu leikinn nánast á fimm leikmönnum eftir að hafa misst Jordan Aboudou út úr húsi með tvær tæknivillur og Daniel Mortensen af velli með fimm villur. Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var ósáttur með að tapa enn einu sinni á svekkjandi hátt. Stöngin út eins og hann hefur sagt nokkrum sinnum áður í vetur. „Hörku leikur á móti góðu KR liði. Ég held að þetta sé fimmta tapið okkar í vetur og aftur er þetta svekkjandi, einhvern veginn stöngin út. Það vantar svolítið upp á hjá okkur. Það er erfitt að kyngja því á þessum tíma en við erum ekkert að staldra við þetta. „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik.“ Aðspurður um brottrekstur Aboudou sagði Jóhann að þetta væri bara pirringur yfir því að vera ekki í standi, og blaðamaður ætti að þekkja þetta. „Hann sagði bara eitthvað við Kidda. Hann er náttúrulega bara pirraður á því að vera ekki kominn lengra en hann er. Vera bara ekki í betra standi. Við þekkjum þetta báðir, við erum með bjórvömb og nennum ekki í ræktina. Þetta er bara pirringur. Kiddi er bara með allt í teskeið, hann átti þetta skilið og bara út úr húsi.“ Jóhann var ekki sáttur með meirihlutann af þeim villum sem Daniel Mortensen fékk á sig í kvöld. „Auðvitað erfitt að missa Daniel út. Hann fær einhverjar tvær þrjár villur sem eru bara ekki villur. Það er ennþá meira svekkjandi fyrir vikið. Auðvitað bara erfitt að missa hann út en samt skilurðu, við gerum ágætlega og höldum okkur inni í þessu. Þetta fer í framlengingu. Fáum séns til að koma þessu í tvö stig en það klikkar. Eins og ég sagði áðan, pínu svona stöngin út.“ DeAndre Kane var ekki með Grindvíkingum í kvöld en Jóhann sagði að það ætti sér allt eðlilegar skýringar. „Hann bað bara um leyfi að fá að fara aðeins fyrr heim út af persónulegum ástæðum Ég varð við því, ekkert vesen sko.“ Það er stutt jólafrí framundan í deildinni. Jóhann ætlar ekki að taka neinar aukaæfingar en hann er ekki sáttur með þá ákvörðun að næsti leikur sé 2. janúar og setur stórt spurningamerki við það. „Við höldum bara í okkar venjur. Ég gef þeim gott frí alveg fram að jólum. Við komum svo aftur saman eftir jól. Það veitir ekkert af því, ég veit svo sem ekki í hvaða reykherbergi það var ákveðið að spila 2. janúar. Bara stutt og gott frí og svo bara áfram gakk.“
Bónus-deild karla Körfubolti UMF Grindavík Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira