„Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2024 22:02 Kristinn Pálsson var öflugur í Valsliðinu í kvöld. Vísir/Anton Brink Kristinn Pálsson skoraði 15 stig fyrir Íslandsmeistara Vals er liðið vann mikilvægan níu stiga sigur gegn Tindasóli í síðustu umferð Bónus-deildar karla í körfubolta fyrir jól. „Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum. Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Það er bara ógeðslega mikilvægt fyrir okkur að fara inn í jólafríið með fjóra sigra í staðinn fyrir þrjá,“ sagði Kristinn í leikslok. „Þetta er risastórt án Kára að koma svona sterkir út í þennan leik.“ Kári Jónsson var ekki með Valsmönnum í kvöld vegna meiðsla sem hann hlaut í síðasta leik og þá hefur liðið verið án Kristófers Acox í allan vetur. „Ég segi nú ekki að við séum að bíða eftir þeim. Við vorum með aðstoðarþjálfarann í byrjun tímabils og það eru alltaf einhverjar breytingar og aldrei nein festa hjá okkur. Mér finnst þetta vera að koma núna hjá okkur. Varnarlega er meiri ákefð og það eru fleiri varnir sem við náum að setja saman. Í byrjun tímabils vorum við kannski að ná fimm góðum mínútum en nú eru þær orðnar 30-35. Í dag vorum við frábærir varnarlega á mörgum köflum.“ Eftir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins gerðu gestirnir í Tindastóli áhlaup á Valsmenn. Stólarnir spiluðu mjög aggressíva vörn og gerðu Valsliðinu erfitt fyrir, en Kristinn segið liðið hafa gert vel á þeim kafla. „Þetta var ekkert rosalega fallegt hjá okkur, en mér fannst varnarleikurinn hafa unnið þetta fyrir okkur. Það sást alveg að við söknuðum Kára í fjórða leikhluta, til að hafa einhvern sem getur róað þetta niður fyrir okkur á meðan þeir voru að ýta í okkur. Mér fannst ég vera að reyna að gera þetta og þó að ég hafi kannski ekki verið að ná að skora þá fannst mér ég ná að róa þetta niður hjá okkur.“ Eftir sigurinn eru Valsmenn nú jafnir Álftanesi, ÍR og Hetti að stigum. Með sigrinum lyfti Valur sér hins vegar upp fyrir Álftanes í töflunni og liðið verður því ekki í fallsæti yfir jólahátíðina, sem Kristinn segir vera líklega bestu jólagjöfina í ár. „Já, klárlega. Við ætluðum okkur ekkert að vera í einhverri botnbaráttu þegar við byrjuðum þetta mót. Við þurfum að girða okkur í jólafríinu. Eða, þetta er ekkert frí. Við þurfum bara að æfa og vera í alvöru standi þegar kemur að næsta leik. Það er bara Stjarnan næst og við erum strax farnir að hugsa um það,“ sagði Kristinn að lokum.
Bónus-deild karla Valur Tindastóll Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira