Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. desember 2024 11:00 Hugo the Hornet er lukkudýr Charlotte Hornets. getty/Eakin Howard NBA-liðið Charlotte Hornets hefur beðist afsökunar á að hafa gefið ungum stuðningsmanni PlayStation 5 leikjatölu en tekið hana síðan til baka. Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp. NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira
Í leiknum gegn Philadelphia 76ers á mánudaginn kom lukkudýr Hornets, Hugo, íklætt jólasveinabúningi, með þrettán ára stuðningsmann liðsins inn á völlinn. Eftir að bréf hans til jólasveinsins, þar sem hann óskaði eftir PlayStation 5, var lesið upp kom klappstýra með leikjatölvuna fyrir drenginn. Hann var skiljanlega í skýjunum en gleðin breyttist fljótlega í sorg því starfsmaður Hornets tók tölvuna af honum þegar búið var að slökkva á myndavélunum. Í staðinn fékk drengurinn Hornets-treyju. Frændi drengsins sagði í samtali við Queen City News að skömmu fyrir uppákomuna hefði honum verið tjáð að drengurinn fengi ekki að halda tölvunni. Strákurinn fékk hins vegar ekki að vita það. „Allir héldu að hann fengi að halda tölvunni; klappstýrur, dansarar, allir. Þegar þeir tóku hana af honum héldu allir að þetta væri grín en áttuðu sig síðan á því að svo var ekki,“ sagði frændinn. You guys want to see a cheap sports organization?In this video my best friend&his nephew get called onto court for a special segment where they gift the kid a PS5 publicly… w/cameras off they TOOK IT AWAY and gave him a jersey.😂 Take a bow @hornets… crushed the kid pic.twitter.com/mcj5hhsuM5— USMNT_STAN (@StanUsmnt) December 17, 2024 Uppákoman vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og Hornets sá sig knúið til að senda frá sér afsökunarbeiðni. Félagið lofaði að bæta upp fyrir mistökin með því að gefa drengnum tölvuna auk þess sem hann fær VIP-miða á leik í framtíðinni. Hornets tapaði leiknum fyrir Sixers, 121-108. Liðið er í þriðja neðsta sæti Austurdeildarinnar með sjö sigra og nítján töp.
NBA Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Fleiri fréttir Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Sjá meira