Steeve Ho You Fat, leikmaður Hauka, var dæmdur í tveggja leikja bann vegna háttsemi sinnar í bikarleik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
Jordan Semple, leikmaður Þór Þorlákshafnar var dæmdur í eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Þórs Þorlákshafnar gegn Álftanesi sem fram fór þann 13. desember 2024.
Það gekk mikið á í þessum bikarleik Breiðabliks og Hauka því tveir Blikar voru einnig dæmdir í bann og þrír aðrir til viðbótar fengu áminningu.
Logi Guðmundsson, leikmaður Breiðabliks fékk eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
Alexander Hrafnsson, leikmaður Breiðabliks fékk eins leiks bann vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
Zoran Virkic, Ragnar Jósep Ragnarsson og Ólafur Snær Eyjólfsson, leikmenn Breiðabliks fengu allir áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Breiðabliks gegn Haukum sem fram fór þann 9. desember 2024.
Sjá fréttina á heimasíðu KKÍ.