Olíuverð hækkar á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 14:45 Bílstjóri fyllir á tankinn í Teheran. Þvinganir Bandaríkjamanna gegn Íran hafa ekki haft jafn mikil áhrif á olíuverð eins og spár höfðu gert ráð fyrir. Getty/Anadolu Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi. Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi.
Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31