Ekkert svar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 16:23 Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar