Ekkert svar! Þorsteinn Sæmundsson skrifar 12. nóvember 2018 16:23 Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Hvað hefur félagsmálaráðherra að fela? Síðastliðið vor lagði greinarhöfundur fram tvær fyrirspurnir til félags- og jafnréttisráðherra sem vörðuðu viðskipti með fullnustueignir Íbúðalánasjóðs. Hin fyrri varðaði uppgreiðslu þriggja fyrirtækja á Suðurnesjum á lánum til íbúðakaupa. Lánveitingar sjóðsins til slíkra fyrirtækja eiga að byggjast á því að fyrirtækin reki óhagnaðardrifna starfsemi. Svar ráðherrans var ekkert svar. Þar kom fram að með upplýsingar um fyrirtækin sem í hlut eiga beri að fara sem trúnaðarmál. Ekki er hægt að fallast á að upplýsingar sem varða meðferð opinberra fjármuna séu trúnaðarmál. Því verður áfram leitast við að nálgast upplýsingarnar sem ráðherra neitar að leggja fram. Seinni fyrirspurnin varðaði upplýsingar um sölu fullnustueigna Íbúðarlánasjóðs síðustu 10 ár. Hversu margar íbúðir hefðu verið seldar, hverjum og við hvaða verði. Eftir rúma þrjá mánuði (svarfrestur er 15 dagar) barst svar sem leiddi í ljós að á síðustu 10 árum hefðu alls um 3.600 íbúðir verið seldar fyrir rétt rúma 57 milljarða króna. Gleymum ekki að á bak við hverja sölu er fjölskylda sem missti heimili sitt. Ekki var uppgefið í svarinu hverjir hefðu keypt, einstklingar eða fyrirtæki og var borið við persónuverndarsjónarmiðum. Fyrirspurnin var því endurtekin hvað það varðaði. Hófst þá nokkurra mánaða tafaferli þar sem ráðherra leitaði ásjár hjá Persónuvernd. Persónuvernd hafði ekki skoðun á málinu. Enn tafði ráðherra málið og undir sumarlok sendi hann fjögurra blaðsíðna lista með nöfnum til Alþingis með þeim skilaboðum að Alþingi sjálft mætti meta hvort birta ætti svarið eður ei. Að sjálfsögðu hafnaði Alþingi því að ritskoða svör Framkvæmdavaldsins og endursendi svarið sem ófullnægjandi. Á þessum tímapunkti hafði ráðherrann eytt nógu miklum tíma til að nýtt þing var tekið til starfa og þar af leiðandi þurfti að endurnýja fyrirspurnina. Það var gert í byrjun þings um miðjan september en svarið sem þá lá fullbúið í félags- og jafnréttis/barnamálaráðuneytinu liggur þar enn. Vart vil ég trúa því að ráðherra hafi að nýju lagst á Persónuvernd til að kreista út hagfelldara álit fyrir sig og nánustu vandamenn. Verði reyndin sú að svo hafi verið og að Persónuvernd skipti um skoðun er málið orðið enn alvarlegra. Í örstuttu máli: Ráðherra í ríkisstjórn sem m.a. var stofnuð til að efla Alþingi hefur komist upp með að svara annað hvort ekki eða ófullnægjandi fyrirspurnum þingmanns sem lagðar voru fram fyrir tæpum átta mánuðum síðan. Ráðherra móast enn við að svara. Því er spurt: Hvers vegna er ráðherrann í feluleik með tæpa 60 milljarða af almannafé. Almenningur á rétt, raunar heimtingu á að fá að vita hverjir voru að véla með þessi verðmæti. Hvað hefur ráðherrann að fela?Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun