Föst í fornöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Ólöf Skaftadóttir Tengdar fréttir Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark.
Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun