Föst í fornöld Ólöf Skaftadóttir skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Ólöf Skaftadóttir Tengdar fréttir Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18 Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Fáar ríkisstofnanir eru jafn óþarfar og fjölmiðlanefnd. Engum dylst erfitt ástand á íslenskum fjölmiðlamarkaði, nema helst fjölmiðlanefnd, sem ætlað er í orði „að efla fjölmiðlalæsi, fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum“. Á borði virðist hlutverk nefndarinnar felast í því að leggja stein í götu fjölmiðla með sektum, boðum og bönnum. Í umboði stjórnvalda. Nýlegt dæmi er þegar nefndin varði tíma og skattfé í að sekta íslenska tímaritið Glamour fyrir að birta áfengisauglýsingar í blaðinu. Í bókaverslunum er því þó raðað við hlið erlendra keppinauta á borð við amerísku útgáfu Glamour, sem virðist hafa fullt leyfi til að birta íslenskum lesendum áfengisauglýsingar. Íslenska Glamour er gefið út í bresku félagi. Með þeirri tilhögun var látið á það reyna hvort íslenska Glamour gæti notið jafnræðis á við erlend systurblöð án þess að eiga yfir höfði sér háar sektir frá fjölmiðlanefnd. Nefndin lét sér hins vegar ekki nægja að eltast við miðilinn á Íslandi, heldur brá sér til Bretlands og sektaði blaðið. Engar spurnir hafa borist af því að forsvarsmenn breskra, bandarískra eða danskra tímarita, sem seld eru hér á landi og birta sams konar auglýsingar, hafi fengið sambærilegar sektir. Þessi furðulega sektarákvörðun var staðfest fyrir íslenskum dómstólum í vikunni. Langt er síðan öllum varð ljóst að ekki er hægt að viðhalda banni við áfengisauglýsingum. Þær eru alls staðar, líkt og bent hefur verið á. Sá málflutningur virðist seint ætla að berast þeim til eyrna sem hafa með málið að gera. Meðal annars þess vegna lifir tilgangslaus stofnun á borð við fjölmiðlanefnd góðu lífi. Áfengisauglýsingar er að finna á Facebook og samfélagsmiðlareikningum íslenskra áhrifavalda, í útsendingum frá íþróttaleikjum og erlendum tímaritum sem flutt eru til landsins. Þótt þær séu bannaðar í íslenskum dagblöðum og meira að segja íslenskum tímaritum sem eru starfrækt frá Bretlandi verður ekkert við því gert að áfengi er og verður auglýst. Öll rök fyrir banninu féllu um sjálf sig þegar fólk áttaði sig á því fyrir löngu að internetið væri komið til að vera. Alþjóðlegir netrisar, eins og Google og Facebook, hafa beinlínis lögverndað forskot á íslensku miðlana, sem vitaskuld verða undir. Erlendu miðlarnir greiða ekki skatta hér á landi og lúta ekki sömu íþyngjandi reglum og þeir íslensku. Kannski er vandamálið einfaldlega að fjölmiðlanefnd talar ekki útlensku. Á meðan tapa íslenskir fjölmiðlar. Innlendir auglýsendur beina viðskiptum sínum tilneyddir til útlanda og alþjóðlegir netrisar græða á meðan íslenskir fjölmiðlar segja upp fólki. Hér er ekki verið að biðja um sérstaka fyrirgreiðslu, heldur að allir sitji við sama borð. Ekki veitir af í alþjóðavæddum heimi. Ef ætlun menntamálaráðherra er ekki að láta frjálsa fjölmiðla deyja út á sinni vakt þarf hún að minnsta kosti að búa þannig um hnútana að þeir fái að starfa í friði fyrir óþarfri nefnd um lög sem standast ekki tímans tönn. Það er lágmark.
Sekt fjölmiðlanefndar á 365 vegna Glamour stendur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlanefnd af kröfu fjölmiðlafyrirtækisins 365 um að ógilda skyldi stjórnvaldssekt nefndarinnar á hendur fyrirtækinu vegna áfengisauglýsinga sem birtust í þremur tölublöðum tímaritsins Glamour haustið 2016. 13. nóvember 2018 15:18
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun