Mannhatur Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun