Mannhatur Ólöf Skaftadóttir skrifar 24. október 2018 08:00 Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Frá því að Donald Trump steig fram sem mögulegt forsetaefni Repúblikanaflokksins hefur hann verið viðriðinn svo mörg hneykslismál að ómögulegt er að telja þau öll upp. Forsetaefnið þáverandi leyfði sér að segja hluti sem enginn annar stjórnmálamaður í hinum vestræna heimi kæmist upp með; hann hefur opinberað vanþekkingu sína á alþjóðamálum, hafnað hugmyndum sem hingað til hafa verið talin sjálfsögð mannréttindi í þróuðum ríkjum, vaðið fram með sleggjudómum um ákveðna trúarhópa og sýnt konum ótrúlega vanvirðingu, svo fátt eitt sé nefnt. Síðan varð hann forseti. Þá vonuðu margir Bandaríkjamenn að upphrópanir hans í baráttunni hefðu verið liður í því að fá ákveðinn hóp kjósenda með sér í lið, frekar en að um væri að ræða hans eigin skoðanir. Svo reyndist ekki vera. Þvert á móti. Síðan steig klámstjarna fram og greindi frá framhjáhaldi sínu með forsetanum og í ljós kom að Rússar virðast með ólögmætum aðgerðum hafa liðsinnt honum í því að komast á forsetastól. Sennilega er óhætt að segja að enginn forvera hans hefði lifað slíkt af í embætti. Kjósendur forsetans virðast hins vegar hafa þróað með sér nokkurs konar ónæmi fyrir orðum og gjörðum forseta síns. Að minnsta kosti sýna skoðanakannanir að hann nýtur jafnvel meiri stuðnings en forveri hans, Barack Obama, á svipuðum tíma á hans forsetatíð. Og nú íhugar ríkisstjórn Trumps að afmá skilgreiningu á transfólki, en í Bandaríkjunum er talið að rúm ein og hálf milljón manna skilgreini sig sem trans. Í minnisblaði úr heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem The New York Times komst yfir og birti fréttir upp úr, yrði lagalegri skilgreiningu kyns breytt þannig að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Því fáist ekki breytt nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Ljóst er að mannréttindi transfólks eiga víða undir högg að sækja, en allmörg ríki Bandaríkjanna hafa staðið nokkuð framarlega á alþjóðavettvangi hvað það varðar undanfarin ár. Aðgerð á borð við þá sem ríkisstjórn forsetans boðar nú er ekki bara afturhvarf til fortíðar. Hún er sorgleg og elur á sundrungu. Hún lýsir einfaldlega mannhatri. Ísland má sín ef til vill ekki mikils í hinum stóra heimi. En á sviði mannréttinda höfum við í gegnum tíðina haft sterka rödd og þrátt fyrir dægurþras, náð miklum árangri. Lengi hefur staðið til að innleiða lagaleg réttindi transfólks á Íslandi. Nú er tíminn til þess að ganga á undan með góðu fordæmi og klára það líkt og boðað er í stjórnarsáttmála. Nú er líka mikilvægt að við höldum áfram að tala fyrir hugsjónum okkar þjóðar um mannréttindi, valfrelsi, um baráttu gegn ranglæti á alþjóðavettvangi. Íslendingar mega ekki verða ónæmir líkt og kjósendur forsetans virðast orðnir. Þessari aðgerð þarf að mótmæla sem víðast. Fögnum fjölbreytileikanum.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun