Khan kallar eftir kosningu um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 20:13 Sadiq Khan, borgarstjóri London. Vísir/EPA Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019. Brexit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019.
Brexit Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira