Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 07:00 Skólatöskur fyrir grunnskólabörn geta verið dýrar og miklu getur munað á verði milli verslana. Fréttablaðið/mikael Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira