Ekki á nástrái Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 18. ágúst 2018 07:00 Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Samfélagið er að vakna til lífs eftir vætusamt sumar. Stutt er þar til þing kemur saman. Mörg hitamál bíða afgreiðslu. Á síðustu metrum þingsins í vor ætlaði stjórnarmeirihlutinn að þvinga í gegn lækkun á veiðigjöldum. Gert var ráð fyrir 17 prósenta lækkun, innheimt veiðigjöld áttu að fara úr 10 milljörðum, í 8,3 milljarða. Stjórnarandstaðan mótmælti harðlega. Allt var þetta gert í miklum flýti. Skyndileg frestun málsins var í stíl við flumbrulegan undirbúninginn. Fyrirheit voru gefin um að málið yrði tekið upp að nýju í haust og þá fengi það almennilega umfjöllun. Leggi ríkisstjórnin í að setja málið á dagskrá á ný þarf að standa við fyrirheitin. Réttlætingin fyrir lækkunni hljómaði kunnuglega. Starfshæfni og samkeppnisburðum er að sögn ógnað vegna krónugengisins. Þetta harmakvein hefur skotið upp kollinum reglulega. Áður var kveininu svarað með því að fella gengið. Launafólkið bar hallann. Nú bíðum við spennt eftir rökum sem duga. Er óumflýjanlegt náttúrulögmál að útgerðin, sem ekki vill sjá nýjan gjaldmiðil, fái sjálfkrafa áheyrn hjá stjórnvöldum þegar gengi krónunnar, sem hún hefur svo mikla velþóknun á, hreyfist aðeins henni í óhag? Hver á framtíðarskipanin að vera? Hvert er eðlilegt endurgjald fyrir afnot af auðlindinni, sem þjóðin á? Því er kannski ekki auðvelt að svara, en menn verða að hafa í huga þá staðreynd að samkvæmt opinberum tölum er útgerðin ekki á nástrái – arðsemi eigna hennar er miklu meiri en í öðrum atvinnugreinum. Árið 2016 var hún 13 af hundraði. Til samanburðar var arðsemi eigna í viðskiptahagkerfinu, það er öllum fyrirtækjarekstri í landinu að opinberri starfsemi, lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi undanskilinni, rúmlega sex prósent. Þessar tölur eru teknar saman í lok þriggja ára samfellds samdráttarskeiðs í sjávarútvegi, en arðsemi eigna var 25% árið 2012. Lækkunin er til komin vegna styrkingar krónunnar. Ljóst er, að svigrúm er til staðar. Arðsemin er slík, að fyrirtæki í sjávarútvegi eru að gera sig gildandi á öðrum vígstöðvum. Ekki er endalaust hægt að finna fjármunum farveg í sjávarútvegsrekstri. Kvótakóngar og -drottningar eiga brátt hluti í stærsta smásölufyrirtæki landsins og nú þegar í umsvifamesta flutningafyrirtækinu. Morgunblaðið er að stærstum hluta í eigu stórfyrirtækis í sjávarútvegi í Vestmannaeyjum. Það fyrirtæki á líka hluti í heildverslun, olíufyrirtæki og eflaust fleiri fyrirtækjum. Var ætlunin með kvótakerfinu að gefa ekki bara fiskinn í sjónum heldur nota arðinn af honum til að slá eign sinni á flest stærstu fyrirtæki landsins í kaupbæti? Þessi mál verða aldrei til lykta leidd meðan ekki ríkir sátt í samfélaginu um skipan fiskveiða. Sú sátt mun aldrei nást fyrr en sanngjarnt gjald er lagt á afnotin. Gjaldið á að nota til að byggja og reka skóla, sjúkrahús og menningarstarfsemi.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar