Opið bréf til menntamálaráðherra Guðni Þór Þrándarson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Ég vil trúa því að þú einlæglega viljir bæta grunnskólana okkar. Flestir átta sig á því að skólakerfið er að mörgu leyti alveg úrelt og að það þyrfti að verða t.d. mikið einstaklingsmiðaðra. Þó er gríðarleg tregða í kerfiskörlunum okkar, þeim finnst þetta bara ágætt eins og það er, og ýmsar tilraunir til bóta enda í skýrslumýri eða verulega útþynntar. Ef við erum hreinskilin við okkur sjálf, ættum við foreldrar að viðurkenna að við erum búin að afhenda þeim alla ábyrgð (og þar með vald) yfir námi barnanna. Sumum finnst það ágætt, og bara fínt að geta unnið frá 8-16 alla virka daga. Þetta kemur hins vegar niður á frelsi barnanna og ábyrgð á eigin námi, sem er frumundirstaða góðs námsárangurs. Hvað höfum við svo upp úr því að vinna svona mikið, annað en háar vaxtagreiðslur, skatta o.s.frv.? Orðið skólafangelsun á vel við um ástand barnanna, því þau ráða hvorki hvort þau mæta þangað, né hvað þau gera þegar þangað er komið. Ein versta reglugerð landsins endurspeglar vandann: Reglugerð um heimakennslu gefur aðeins kennurum færi á þeim forréttindum að kenna heima, þótt starfandi séu réttindalausir kennarar í sumum skólum; skýrt brot á jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. Heimakennsla hefur mikla kosti og hún á að vera raunverulegur valkostur, en það er líka hægt að gera skólana sjálfa frjálsari. Heimakennsla tengir nemendur t.d. betur við nærsamfélagið sitt, og gerir þá færari í félagslegum samskiptum (öfugt við það sem margir halda). Það er hugmyndin á bak við Sudbury-skóla, sem byggja á jöfnum atkvæðisrétti kennara og nemenda, og því að nemendur hafi fulla stjórn á því hvað þeir vilji læra og hvenær þeir mæti til skóla (annar galli sem margoft hefur verið bent á er að íslenskir unglingar eru af lífeðlisfræðilegum ástæðum hálfsofandi fyrstu tíma dagsins). Það er ekki hægt að vera með slíka skóla í dag því aðalnámskráin gerir kröfur um tiltekið nám og ákveðnar matsaðferðir (próf o.þ.h.), en í Sudbury-kerfinu er enginn skyldaður í ákveðin fög eða próf. Slíkir skólar hafa skilað framúrskarandi nemendum víða um heim frá því sá fyrsti byrjaði 1968 í BNA. Grunnskólinn í Hrísey hafði það hugrekki að byrja með Sudbury-vikur í skólanum og áhugi stendur til að gera skólann að fullum Sudbury-skóla, sem myndi laða að fleiri börn í þetta viðkvæma samfélag. Áhættan af því að ráðast að fullu í þetta tilraunaverkefni hér er sama og engin, en ávinningurinn gæti orðið fyrirmynd fyrir aðra skóla um allt land. Vonandi munt þú sýna pólitískt hugrekki og færa íslenska skólakerfið inn í 21. öldina.Höfundur er í Samtökum um betri skóla
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar