Nýjasta níðyrðið Sif Sigmarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 08:00 Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Árið 1945 birti bandaríska dagblaðið New York Times frétt um splunkunýjan þjóðfélagshóp sem kallaðist unglingar. Í greininni voru talin upp tíu „mannréttindi“ sem blaðinu fannst að þessi hópur ætti að fá. Mannréttindin voru: 1) Rétturinn til að teljast ekki lengur barn 2) Rétturinn til að ráða eigin lífi 3) Rétturinn til að gera mistök og finna út úr hlutunum upp á eigin spýtur 4) Rétturinn til að fá útskýringar á reglum í stað þess að þurfa einfaldlega að hlíta þeim möglunarlaust 5) Rétturinn til að skemmta sér og eiga vini 6) Rétturinn til að efast 7) Rétturinn til rómantíkur 8) Rétturinn til sanngjarnra tækifæra 9) Rétturinn til að fá hjálp þegar á þarf að halda 10) Rétturinn til að skapa sér eigin lífsskoðanir Unglingar hafa alltaf verið til. Samt eru þeir uppfinning sem rekja má til tuttugustu aldar. Samkvæmt Íslenskri orðabók þýðir orðið unglingur „ungur maður á aldrinum frá um 13 til 17–18 ára“. Enginn fer úr því að vera þrettán ára beint í að verða nítján. Fyrstu heimildir um notkun orðsins unglingur í íslensku máli er að finna í rímnahandriti frá 17. öld. Hvernig má það þá vera að unglingar séu nýir af nálinni? Mestalla mannkynssöguna gafst lítill tími fyrir unglingsár. Börn voru látin vinna myrkranna á milli og meðalaldur fólks var lágur. En þegar barnaþrælkun þótti ekki lengur siðferðilega réttlætanleg og meðalaldur fólks tók að hækka skapaðist svigrúm fyrir nýtt æviskeið. Unglingurinn varð til sem sérstakur þjóðfélagshópur með sín eigin einkenni, hugmyndir, smekk, útlit, fjárráð og kröfur. Í meira en hálfa öld hafa unglingar og ungt fólk farið fyrir helstu samfélagsbreytingum, tískustraumum, menningarstefnum og tæknibyltingum sem átt hafa sér stað: Rokkið, Bítlaæðið, blómabörnin, pönkararnir. friðarhreyfingin, mannréttindabaráttan, Gleðigangan, Druslugangan (sem einmitt fer fram í dag). Því æskan býr yfir einstöku óttaleysi. Unglingar eru ævintýragjarnir, tilfinninganæmir og svo fallega hrifnæmir. Æskan er einskis handbendi. Hún er réttsýn, djörf, frjó og sterk. Gott mál. Eða hvað?Daður við forneskjuna Enn er rætt um hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum fyrr í mánuðinum þar sem þess var minnst að 100 ár eru liðin frá því að sambandslögin voru undirrituð. Hart hefur verið deilt um Piu Kjærsgaard, forseta danska þingsins og alræmdan þjóðernissinna, sem fékk að ávarpa samkomuna en eins og frægt er orðið sniðgengu þingmenn Pírata fundinn vegna Piu. Í kjölfar fundarins gagnrýndi Pia Pírata. Hún sagði þá haga sér eins og illa upp aldir unglingar. Í liðinni viku skammaði ritstjóri danska blaðsins Information hins vegar Piu. Hann lét hana fá það óþvegið í leiðara blaðsins þar sem hann sagði að það væri hún sem hagaði sér „eins og unglingur sem stappar í jörðina og æpir og kallar“. Frá því að forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, tók við embætti hefur honum gjarnan verið líkt við smábarn. Þarlendir fjölmiðlar hafa hins vegar fært sig upp á skaftið nýverið. Tímaritið New Yorker og dagblaðið Washington Post hafa birt greinar þar sem færð eru rök fyrir því að Trump eigi alls ekki að kalla smábarn – slíkt sé móðgun við smábörn – heldur sé nær lagi að líkja honum við ungling. Það segir margt um samtímann og daður hans við forneskjuna að nýjasta níðyrðið er orðið unglingur. Unglingar eiga betra skilið. En ekki nóg með það. Ef við hin tækjum þá okkur oftar til fyrirmyndar lifðum við kannski ekki á tímum er þröngsýni, fordómar og mannhatur teljast í auknum mæli til dyggða en víðsýni, samkennd og örlæti til lasta.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun